Talsvert um viðhald hjá bændum í sumar.
Bændur hafa verið talsvert í sumar að skipta um járn og í öðru viðhaldi í sumar á peningshúsum sínum og aðrir einnig með viðhald á íveruhúsum sínum. Bændur í Árnesi 2. riðu á vaðið eftir sauðburð og búið var að bera á tún og önnur vorútiverk voru búin. Árnesbændur skiptu um allt járn á fjárhúsum og skiptu um einangrun í fjárhúslofti. Á Kjörvogi var haldið áfram að skipta um bita og setja nýjar grindur í eitt hús og jötu,en eitt hús var tekið í fyrra,en fjárhús skiptast í þrjú hús,tveir garðar í hverju húsi. Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni skipti um gafl í fjárhúsum hjá sér,og glugga og hurðir. Á Krossnesi fékk Úlfar Eyjólfsson múrara í um viku til að gera við steypuskemmdir og pússa,einnig var þar málað allt íbúðarhúsið að utan. Einnig skipti Þórólfur Guðfinnsson um allt járn á sínu húsi í Norðurfirði og setti nýjar lektur á sperrurnar. Gunnsteinn Gíslason í Norðurfirði lét klæða gamla frystihúsið að utan,en þar er nú gistiheimilið Bergistangi sem þau reka Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn. Árneshreppur var með eitthvert viðhald á eignum sveitarfélagins,lét mála að innan Kaffi Norðurfjörð áður en opnað var í vor. Einnig lét hreppurinn steypa nýjar gangstéttir við félagsheimilið og við kaupfélagshúsið og mála glugga og annað.