Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. september 2012
Prenta
Góð aðalbláberjaspretta.
Mjög góð berjaspretta er í Árneshreppi þetta haustið,aðallega eru það aðalbláber sem er mest af. Vefurinn hefur haft fréttir af því eftir fólki sem hefur farið talsvert til berja að það séu klasar mjög víða af aðalbláberjum en mun minna af krækiberum. Mikil berjatínslukona sagði vefnum að oft væri það svo þegar mikið væri af krækiberum væri minna af aðalbláberum og svo öfugt. Eins sagði þessa sama kona að hún hefði ekki séð aðra eins berjaklasa af aðalbláberjum eins og núna í haust. Þurrkarnir virðast ekki hafa haft áhrif á berjasprettu hér í Árneshreppi allavega nema þá til góðs.