Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. júní 2012
Prenta
Jóhann Hjartarson Norðurfjarðarmeistari.
Skákhátíðinni á Ströndum lauk síðastliðin sunnudag með hraðskákmóti á Kaffi-Norðurfirði. Jóhann Hjartarson vann öruggan sigur á mótinu, hlaut fullt hús í 6 skákum. Jóhann fékk því Krumluna,skúlptúr úr rekavíð eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum í vinning. Guðmundur Gíslason varð annar með 5 vinninga. Góð þátttaka var á mótinu en þátt tóku 32 skákmenn í blíðskaparveðri. Kaffihúsið fyllist og var brugið á það ráð að setja hluta mótsins út. Að móti loknu héldu hluta gestanna í sundlaugina á Krossnesi þar sem mesta ferðarykið var hreinsað áður en heim á leið var haldið.