Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. maí 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2012.

Örkin.Það snjóaði í fjöll aðfaranótt 29.Jörð er ekkert farin að taka við sér enn.Mynd 29-04-2012.
Örkin.Það snjóaði í fjöll aðfaranótt 29.Jörð er ekkert farin að taka við sér enn.Mynd 29-04-2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðaustanátt með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir eða breytilegar fram að páskum. Páskahret gerði seinnipart Páskadags með snjókomu eða slyddu og síðan éljum,sem stóð fram til 13. Eftir það voru breytilegar vindáttir fram til 16. Síðan Norðaustanáttir til 26,síðan breytilegar vindáttir og mánuðurinn endaði síðan með Suðvestan og nokkuð mildu veðri. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Ræktuð tún voru ekkert farin að taka við sér í lok mánaðar,hvað þá úthagi.

 

Dagar eða vikur:

1-2:Norðaustan kaldi síðan stinningsgola,en breytileg vindátt seinnipart 2.með kuli,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum neðri -3 stig.

3-4:Suðvestan kaldi eða stinningskaldi,síðan N gola seinnipartinn þ.4.þurrt í veðri,hiti frá -4 stigum uppi +8 stig.

5-7:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,súld,hiti +1 til +10 stig.

8:Vestan kul eða gola síðan N kaldi og stinningskaldi,rigning,slydda,hiti frá +4 stigum niðri +1 stig.

9-13:Norðaustan eða A hvassviðri þ.9 og allhvasst þ.10,síðan stinningskaldi og kaldi,snjókoma,slydda,él,hiti frá +3 stigum niðri -2 stig.

14-16:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,hiti frá -2 stigum uppi +5 stig.

17-26:Norðaustan eða Austan,gola og uppi kalda,él,súld,þurrt 17,19,22,24 og 26.Hiti frá 0 stigum til +4 stig.

27:Suðvestan kaldi,en Norðan stinningsgola og gola um kvöldið,él,en súld um kvöldið,hiti -1 til +8 stig.

28:Suðaustan gola,en NV um kvöldið,rigning,hiti +2 til +9 stig.

29:Norðan gola eða stinningsgola,él,hiti 0 til +1 stig.

30:Suðvestan kaldi eða allhvass,og hvassviðri um kvöldið,skúrir,hiti 6 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 41.8 mm. (í apríl 2011:75,8 mm).

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist 10,0 stig þann 7.Og 9,9 stig þann 30.

Mest frost mældist -4,3 stig aðfaranótt 3.

Alhvít jörð var í 0 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist 2 cm þann 9.

Meðalhiti við jörð var -0,27 stig. (í apríl 2011:+0,16 stig).

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
Vefumsjón