Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. maí 2012 Prenta

Reykhólamaður sigraði á Strandamannamóti.

Efstu pörin: Ingimundur Pálsson, Már Ólafsson, Dalli, Björn Pálsson, Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson.Mynd Þórarinn Ólafsson.
Efstu pörin: Ingimundur Pálsson, Már Ólafsson, Dalli, Björn Pálsson, Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson.Mynd Þórarinn Ólafsson.
Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum og Björn Pálsson í Þorpum við Steingrímsfjörð sigruðu á árlegu héraðsmóti Strandamanna í brids, sem haldið var í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík í vikunni. Spilaður var tvímenningur og tóku tuttugu manns eða tíu pör þátt í mótinu. Tveir Reykhólamenn gerðu ferð sína til keppni, þeir Dalli og Eyvindur Magnússon, sem hafa farið ófáar ferðirnar á Strandir til að spila. „Við Eyvi erum nú eiginlega Strandamenn," segir Dalli.

Dalli og Björn hafa lengi verið makkerar í bridsinu. Í öðru sæti urðu Ingimundur Pálsson og Már Ólafsson og í þriðja sæti Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson. Þess má geta að þeir Björn, Ingimundur og Vignir eru bræður. Þetta kemur fram á Reykhólavefnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
Vefumsjón