Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. maí 2012
Prenta
Vortónleikar í Árbæjarkirkju og í Akraneskirkju.
Eftirfarandi tilkynning er frá kór Áttahagafélags Strandamanna: Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 13.maí kl. 16:00. Þar syngur kórinn undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur létt og skemmtileg lög.
Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu,miðaverð er 2.000 kr. fyrir fullorðna , frítt fyrir börn 14 ára og yngri.
Kórinn mun einnig halda tónleika í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju, miðvikudaginn 16. maí kl. 20
Þar mun Arnhildur Valgarðsdóttir einnig sjá um stjórn og undirleik.
Vonumst til að sjá sem flesta á þessum báðum tónleikum segir í tilkynningu frá kór Átthagafelags Strandamanna.