Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. júní 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4.til 11. júní 2012.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 7. júní valt bíll útaf veginum í Tungudal í Skutulsfirði og valt nokkrar veltur. Nokkuð greiðlega gekk að ná ökumanni úr bílnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Sem betur fer reyndist hann ekki mikið slasaður. Bifreiðin ó ökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Einn ökumaður var stöðvaður á Ísafirði vegna gruns um ölvun við akstur. Síðastliðinn mánudagsmorgun kom upp eldur í handfærabátnum Stapa B.A. þar sem báturinn lá við bryggju í höfninni á Patreksfirði. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem var í „kabissu" (eldavél) . Miklar skemmdir urðu í stýrishúsi bátsins á tækjum og búnaði. Skemmtanahaldi um liðna helgi gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu. Lögreglan vill benda ökumönnum á að víða í umdæminu,þar sem ekki er bundið slitlag er talsverð lausamöl á malarvegum og hvetur lögregla ökumenn til aka miðað við aðstæður.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
Vefumsjón