Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. júní 2012 Prenta

BB-sjónvarp komið í loftið.

Bæjarins besta er komið með netsjónvarp.
Bæjarins besta er komið með netsjónvarp.

Fréttatilkyning frá Bæjarins besta:
Í gær fór í loftið ný þjónusta á bb.is þegar sjónvarp BB var tekið í gagnið. Þar munu birtast fréttaviðtöl og fréttaskýringar auk þess sem farið verður út í þáttagerð og fjölmargt fleira sem kynnt verður síðar. Þegar hafa verið tekin nokkur fréttaviðtöl sem verða aðgengileg á BB-sjónvarpi. Aðstandendur bb.is binda vonir við að þegar fram líða stundir muni þessi þjónusta öðlast mikilvægan sess í fréttaumfjöllun á Vestfjörðum líkt og bb.is hefur gert frá árinu 2000 og Bæjarins besta frá árinu 1984.
Stefna Bæjarins besta er að styðja við vestfirska áhugamenn um kvikmyndagerð, þáttagerð eða annars konar myndbandagerð með birtingu á þessum fjölsóttasta vef Vestfirðinga. Einnig verður hægt að nálgast vestfirsk ferðamyndbönd á síðunni. Aðal myndatöku- og tæknimaður BB-sjónvarps er Ísfirðingurinn Fjölnir Baldursson. Fréttamenn Bæjarins besta munu einnig taka þátt í verkefninu auk fjölmarga annarra. Hér er hægt að sjá netsjónvarp Bæjarins besta.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
Vefumsjón