Verkefnastyrkir frá Menningarráði Vestfjarða.
Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar ráðsins á verkefnastyrkjum árið 2012 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru fyrir hverja úthlutun. Að þessu sinni eru veitt framlög til 33 verkefna, samtals að upphæð 19.130.000.- Áður hefur Menningarráð Vestfjarða úthlutað 11,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki á þessu ári. Verkefnastyrkirnir eru á bilinu 90 þúsund til 1,5 milljón, en það var verkefni Minjasafnsins á Hnjóti sem ber yfirskriftina Björgunarafrekið við Látrabjarg sem fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Alls bárust 107 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna. Menningarráðið þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum öllum velfarnaðar í verkefnum sínum. Næst verður auglýst eftir umsóknum nálægt næstu áramótum. Eftirtalin verkefni fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni (umsækjandi er innan sviga):
Björgunarafrekið við Látrabjarg (Minjasafnið á Hnjóti) 1.500.000.-
Starf og viðburðir í Menningarmiðstöðinni Edinborg árið 2012 (Menningarmiðstöðin Edinborg) 1.000.000.-
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda 2012 (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda) 1.000.000.-
Act alone 2012 (Act alone) 1.000.000.-
Þjóðleikur á Vestfjörðum (Þjóðleikur) 1.000.000.-
Hrafna-Flóki söngleikur (Vestfirska skemmtifélagið) 800.000.-
Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró - Tónlistarhátíð) 800.000.-
Sálin hans Muggs míns (Kómedíuleikhúsið) 800.000.-
Galdrastafir (Ragnar Ingi Hrafnkelsson & Smári Gunnarsson) 800.000.-
Sögulegar vestfirskar stuttmyndir (Gláma) 800.000.-
Arnarsetur Íslands - sýning (Össusetur Íslands ehf) 700.000.-
Hvalabeinin úr Skrúð og hvalveiðar á Vestfjörðum (Framkvæmdasjóður Skrúðs) 700.000.-
Krummi á alla kanta (Náttúrugripasafn Bolungarvíkur) 690.000.-
List á Vestfjörðum 2012 (Félag vestfirskra listamanna) 600.000.-
Grunnsýning um Stein Steinarr í Steinshúsi (Sögumiðlun ehf) 600.000.-
Vestfirsk ljósmyndabók (Eyþór Jóvinsson) 600.000.-
Frásagnasafnið - lokaáfangi (Þjóðfræðistofa) 600.000.-
Rauðasandur Festival (Rauðasandur Festival) 600.000.-
Flókatóftir (Vesturbyggð) 500.000.-
Listamaðurinn með barnshjartað - leiksýning (Kómedíuleikhúsið) 500.000.-
Safn sem hýsir sögu kvennamenningar og lista (Kvenfélagið Ósk) 500.000.-
Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon og aðrar sérsýningar Sauðfjárseturs á afmælisári þess (Sauðfjársetur á Ströndum ses) 500.000.-
One Scene (Fjölnir Már Baldursson) 400.000.-
Sýning um skinnklæði (Sandra Borg Bjarnadóttir) 400.000.-
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum - viðbætur (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf) 350.000.-
Tónlist frá ýmsum hliðum (Fræðslumiðstöð Vestfjarða) 300.000.-
Strandastelpa - frá Yangjiang norður í Trékyllisvík (Ingibjörg Valgeirsdóttir) 250.000.-
Harpa og Ragna: Arnarfjörður (Markús Þór Andrésson) 200.000.-
Einstök sýning - Sigurlaug Jónasdóttir (Gíslastaðir) 200.000.-
Allir eitt - ljósmyndasýning (Hótel Laugarhóll) 150.000.-
Götulistanámskeið á Ísafirði (Lisbet Harðard. Ólafardóttir) 100.000.-
Líf og list Þórdísar Egilsdóttur (Sigrún Gunnarsdóttir) 100.000.-
Dansi dansi dúkkan mín (Jósefína Guðrún Gísladóttir) 90.000.-