Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júní 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í maí 2012.

Vorhret gerði 13 til 15 maí.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
Vorhret gerði 13 til 15 maí.Séð til Norðurfjarðar í éljagangi.
1 af 2

Veðrið í Maí 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fram yfir miðjan mánuð og fremur kalt en hlítt seinnihluta mánaðar. Suðvestan stormur eða hvassviðri var fyrsta dag mánaðar með hlýju veðri. Síðan breytilegar vindáttir eða hafáttir með köldu veðri,síðan voru suðlægar vindáttir 10 til 12 með hlýrra veðri. Norðan vorhret gerði þann 13 sem stóð til 14,enn orðin mun hægari þann 15,eftir það voru breytilegar vindáttir eða suðlægar og fremur svölu veðri. Frá 19.voru hafáttir með hlýnandi veðri og orðið mjög hlítt þ.22. Þann 24. snerist í Suðvestanátt til 28. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum. Mánuðurinn var mjög þurr í heild. Þrátt fyrir þessa þurrka hefur jörð tekið talsvert við sér og ræktuð tún orðin græn,úthagi nokkuð lélegur enn í mánaðarlok. Lambfé var sett út um viku fyrr en í fyrra.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Suðvestan stormur eða hvassviðri í fyrstu síðan stinningsgola,skúrir,hiti 5 til 9 stig.

2-4:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,lítilsháttar rigning þ.2,annars þurrt,hiti frá -2 stigum uppi +6 stig.

5-9:Norðaustan eða Norðan kul,gola eða stinningsgola,él 7 og 8,annars þurrt,hiti frá -4 stig uppi +6 stig.

10- 12:Suðvestan gola eða stinningsgola,lítilsháttar rigning,hiti 4 til 9 stig.

13-15:Norðaustan eða Norðan hvassviðri,allhvass,síðan kaldi eða stinningskaldi,rigning,slydda,snjókoma og síðan él,hiti frá +2 stigum niðri -3 stig.

16-18:Suðvestan eða breytilegar vindáttir kul eða gola,snjóél þ.17,hiti frá -3 stigum uppi +5 stig.

19-23:Norðan,logn,andvari,kul eða gola,lítilsháttar skúrir eða rigning 22 og 23,hiti annars þurrt,hiti frá -0 stigum uppi +15 stig.

24-28:Suðvestan stinningsgola eða kaldi en allhvass eða hvassviðri 25 og 26,litilháttar rigning eða skúrir,hiti 6 til 14 stig.

29-31:Hafáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 2 til 12 stig.

 

Úrkoman mældist  9,0 mm. (í maí 2011:85,3 mm).

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist 15.8 stig þann 28.

Mest frost mældist -4,1 stig þann 16.

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð því í 24 daga.

Mesta snjódýpt mældist 3 cm þann 14.

Meðalhiti við jörð var +0,81 stig. (í maí 2011:+1,44 stig).

Sjóveður:Sæmilegasta sjóveður fram til 12,slæmt og vont í sjóinn frá 13 og 17,síðan hið besta sjóveður út mánuðinn nema í Suðvestan hvassviðrinu 25 og 26.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Úr sal.Gestir.
  • Úr sal.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
Vefumsjón