Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júní 2012
Prenta
Lítil úrkoma í maí.
Lítil úrkoma mældist í maí síðastliðnum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,og er hún sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða aðeins 9,0 mm. Lítil úrkoma hefur mælst áður á stöðinni í maí en aldrei eins lítil og nú. Árið 1996 mældist 13,0 mm,og árið 2005 17,3 mm og árið 2003 mældist úrkoman 19,0 mm. Úrkomumestu maímánuðir voru árið 1999 en þá mældist úrkoman 104,0 mm,og árið 2002 94,6 mm og 2004 mældust 90,3 mm og árið 2011 mældust 85,3 mm. Nú er allt orðið mjög þurrt og veitti ekki af talsverðri vætu.