Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. júlí 2012
Prenta
Mikill hiti í dag.
Það hlýnaði heldur betur í dag á Ströndum fyrir hádegið þegar gerði Suðvestan golu og síðan stinningsgolu og léttskýjuðu veðri aðeins háský á lofti. Hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór í 20,0 stig,þetta mun vera mesti hiti sem mælst hefur sem af er sumri á veðurstöðinni,lágmarkshiti síðastliðna nótt fór neðri 6,9 stig. Á morgun og næstu daga kólnar síðan og spáð er einhverri úrkomu.