Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júlí 2012
Prenta
Aðeins fært jeppum norður í Árneshrepp.
Strandavegur, norðan Bjarnarfjarðar er aðeins fær jeppum vegna vatnavaxta. Að sögn Vegagerðarinnar á Hólmavík er unnið að viðgerð. Þetta er að sunnanverðu á Veiðileysuhálsi þar sem byrjar að halla niður. Vegagerðin á Hólmavík á ekki von á því að hægt verði að klára að laga veginn fyrir kvöldið,og reikna má með að vegurinn verði aðeins fær jeppum fram á morgundaginn.