Yfirlit yfir veðrið í júlí 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Í mánuðinum voru mest hafáttir eða breytilegar vindáttir,en Suðvestanátt var 6 til 8,og veður var hlítt og þurrviðrasamt að mestu fram yfir 20 mánaðar. Þann 22 gerði Norðaustan og síðan Norðanátt með úrkomu og var nokkuð mikil úrkoma aðfaranótt mánudags og allan mánudaginn og aðfaranótt 24. Síðan voru hafáttir aftur eða breytilegar vindáttir og hægviðri með smá skúrum. Þann 28. og 29. voru loks Suðvestanáttir með mesta hita júlímánaðar eða um 20,0 stig,en 30.var Suðaustanátt. Mánuðurinn endaði síðan með hafáttum og þokulofti. Júlímánuður verður að teljast mjög hlýr í heild.
Vegur fór í sundur á Strandavegi 643 þann 23.vegna vatnavaxta á Veiðileysuhálsi og nokkurt grjót féll á vegi bæði á Kjörvogshlíð og í Urðunum,veginum til Norðurfjarðar. Þar sem vatnsskortur var og eða var vatnslítið var komið nóg vatn í lok mánaðar. Neysluvatnsleysi var í Litlu-Ávík frá 5 júní til 8 júlí,og einnig í sumarhúsabyggð á Gjögri var vatnslaust eða mjög lítið,eins var vatnslaust í sumarhúsi í botni Ingólfsfjarðar. Heyskapur byrjaði að einverjuleyti um 4 til 10,þá tún sem voru brunnin og borin tilbúin áburður á þau aftur,en heyskapur byrjaði ekki almennt fyrr en um og eftir miðjan mánuð,góðir þurrkar voru en lítil hey en heygæði mjög góð,en mjög misjafnt eftir bæjum.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-5:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari kul eða gola,úrkomuvottur í skúrum 2. og 4.hiti 4 til 16 stig.
6-8:Suðvestan stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,en Norðan um kvöldið þ.8,vart úrkomu þ.7. og rigning um kvöldið þ.8,hiti 11 til 18 stig.
9:Norðan stinningsgola með rigningu um morguninn,hiti 6 til 9 stig.
10-19:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,stinningsgola þ.15,vart úrkomu þ.14,en rigning eða súld 18 og 19,hiti 3 til 18 stig.
20-24:Norðaustan og N gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,súld eða rigning,mikil úrkoma 23.og aðfaranótt 24. Hiti 4 til 11 stig.
25-27:Norðan og NA andvari,kul eða gola,lítilsháttar skúrir um kvöldið þ.25.og um morguninn þ.26.annars þurrt,hiti 5 til 14 stig.
28-29: Suðvestan gola,kaldi eða stinningskaldi,þurrt þ.28.lítilsháttar rigning þ.29.hiti 7 til 20 stig.
30:Suðaustan og síðan Norðan gola eða stinningsgola,smá úrkoma um morguninn,hiti 11 til 15 stig.
31:Norðan eða NV gola eða stinningsgola,þokuloft hiti 8 til 11 stig.
Úrkoman mældist 75,6 mm. (í júlí 2011: 14,7 mm.)
Þurrir dagar voru 13.
Mestur hiti mældist þann 28: 20,0 stig.
Minnstur hiti mældist þann 10: 3,1 stig.
Meðalhiti við jörð: +6,39 stig.(í júlí 2011:+6,30 stig.
Sjóveður:Að mestu mjög gott sjóveður nema 22 til 24,en þá var dálitill eða talsverður sjór.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.