Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. ágúst 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglinni á Vestfjörðum 30. júlí til 6. ágúst 2012.

Um liðna helgi var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Um liðna helgi var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

Um liðna helgi var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Um helgina var haldinn hinn árlegi Mýrarbolti og var mikill fjöldi sem sótti Ísafjörð heim. Umferð gekk nokkuð vel fyrir sig, þrátt fyrir að 16 ökumenn hafi verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. 5 ökumenn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur og 4 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 3 líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og eru þau mál í rannsókn. 2 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, annað á Vestfjarðavegi nr. 60 við Skálanes í kollafirði, þar varð útafakstur, um minni háttar slys á fólki var þar um að ræða, ökumaður og fjarþegi fluttir með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar. Annað óhappið varð á Ísafirði og var um minni háttar að ræða. Þrátt fyrir þessi óhöpp gekk umferðin nokkuð vel fyrir sig. Skemmtanahaldið á Ísafirði gekk nokkuð vel fyrir sig, veður alla helgina var mjög gott, sumir þurftu að skemmta sér nokkuð meira en aðir eins og gengur,en litlu mátti muna að illa færi á tjaldsvæðinu í Tungudal,þar sem kveiktur var eldur (varðeldur) í skóginum við tjaldsvæðið, en með snarræði tókst að slökkva hann með aðstoð slökkviliðsins á Ísafirði. Vart þarf að geta þess að þarna hefði getað farið illa, skógurinn mjög þurr og margir sumarbústaðir í nágrenninu. Ekki er vitað hver/hverjir þarna voru að verki. Þess má geta að aðstandendur Mýrarboltans voru með mikla og góða gæslu í tengslum við viðburði tengt keppninni og þeirri samkomu. Það, auk sýnilegrar löggæslu, hafi gert það að verkum að allt gekk að mestu slysalaust fyrir sig, að mati lögreglunnar. Þá vill lögregla hvetja fólk til að fara varlega með eld þar sem gróður víðast hver hefur veið mjög þurr og til marks um það komu tvær tilkynningar um sinubruna í umdæminu. Föstudaginn 3. ágúst kviknaði sina í Laugardal við Laugabólsvatn, ekki er vitað með hvaða hætti. Slökkviliðið í Súðavík kom á staðinn og tókst nokkuð greiðlega að slökkva í sinunni. Þá var daginn eftir tilkynnt um sinubruna skammt frá Drangsnesi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
Vefumsjón