DÖGUN Á LANDSBYGGÐARFLAKKI.
DÖGUN, stjórnmálasamtök, gera nú víðreist um landsbyggðina. Farkosturinn er gömul ráðherrarúta sem gerð hefur verið upp og sérútbúin til útbreiðslu fagnaðarerinda. Í ferðinni munu liðsmenn DÖGUNAR kappkosta að kynna nýja stjórnarskrá
og hvetja sem flesta til að mæta á kjörstað þann 20. okt. Rútumálaráðherra er hinn kunni kosningasmali, Guðmundur Jón Sigurðsson, en margir hafa gist þinggeymzlur fyrir hans tilstilli. Meðal farþega ráðherrarútunnar eru Guðjón Arnar Kristinsson, Þór A Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, Þorvaldur Gylfason, formaður SANS, Kristjana Hreinsdóttir, Skerjafjarðarskáld ofl Ráðherrarútan verður á Ísafirði sunnudaginn 30. september og býður þeim sem vilja í súpufund í hádeginu í Edinborgarhúsinu. Samkvölda verður hugvekja í félagsheimilinu á Þingeyri og hefst hún kl.20.00 .Fundum stýrir Lýður Árnason og eru allir velkomnir. Segir í tilkynningu frá Dögun.