Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. september 2012 Prenta

Þjóðleikur á Vestfjörðum.

 Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012.
Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012.

Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu Þjóðleikur sem er risastórt leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað. Þjóðleikur á Vestfjörðum er með síðu á Facebook þar sem allir áhugamenn um leiklist á landsbyggðinni eru hvattir til að tengjast: www.facebook.com/ThjodleikurVestfjordum.
Allir hópar mega sækja um að vera með í Þjóðleik; áhugaleikhópar, skólahópar eða vinahópar. Meðlimir hvers leikhóps séu að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999). Fyrir hópnum þarf þó að fara einn eða fleiri leiðbeinendur/leikstjórar sem eru eldri en 20 ára. Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012. Nánar má sjá um Þjóðleik á Vestfjörðum á vefsíðu Menningarráðs Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Húsið fellt.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón