Þjóðleikur á Vestfjörðum.
Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu Þjóðleikur sem er risastórt leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað. Þjóðleikur á Vestfjörðum er með síðu á Facebook þar sem allir áhugamenn um leiklist á landsbyggðinni eru hvattir til að tengjast: www.facebook.com/ThjodleikurVestfjordum.
Allir hópar mega sækja um að vera með í Þjóðleik; áhugaleikhópar, skólahópar eða vinahópar. Meðlimir hvers leikhóps séu að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999). Fyrir hópnum þarf þó að fara einn eða fleiri leiðbeinendur/leikstjórar sem eru eldri en 20 ára. Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012. Nánar má sjá um Þjóðleik á Vestfjörðum á vefsíðu Menningarráðs Vestfjarða.