Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. október 2012
Prenta
Vilja Vestfirðingar nýja stjórnarskrá?
Viljum við ákvæði um þjóðareign á auðlindum,persónukjör eða þjóðkirkju í nýrri stjórnarskrá?
Laugardaginn 6. október, kl. 14.00 verður haldinn opinn fundur í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs, sem fram fer 20. október næstkomandi. Frummælandi á fundinum verður Þorvaldur Gylfason fulltrúi í stjórnlagaráði og formaður Samtaka um nýja stjórnarskrá. Ávörp flytja, Lísbet Harðardóttir blaðamaður og Lýður Árnason fulltrúi í stjórnlagaráði. Umræður og fyrirspurnir verða. Allir eru velkomnir. Fundarstjórar verða,Eyþór Jóvinsson og Díana Jóhannsdóttir. Það er áhugahópur um nýja stjórnarskrá sem heldur fundinn.