Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. október 2012
Prenta
Restin af fé fór í slátrun í dag.
Í dag fór restin af fé í slátrun frá bændum hér í Árneshreppi,bæði lömb og ær. Þetta fé komst á einn bíl og fór þetta fé í slátrun í Sláturshús Kaupfélags Vestur Húnvetninga ehf á Hvammstanga. Eitthvað af fé vantar enn af fjalli. Bændur hafa líka getað selt eitthvað af líflömbum bæði gimbrar og hrúta. Heimaslátranir standa nú yfir á sumum bæjum aðrir eiga alveg eftir að slátra því sem verður slátrað heima.