Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. október 2012
Prenta
Flogið tvisvar í viku aftur.
Í gær 4. október byrjaði flugfélagið Ernir að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Reyndar var ekkert flogið fyrr í þessari viku vegna veðurs. Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Nú á póstur að koma aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Póstur kom með flugi á mánudögum í sumar. Flutningabíllinn frá Strandafrakt er einnig með áætlun áfram á miðvikudögum til Norðurfjarðar út þennan mánuð. Þannig að það verður bæði flug og flutningabíll út þennan mánuð.