Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2012
Prenta
Flugfélagið Ernir hyggst hætta áætlunarflugi til minni staða.
Forsvarsmenn flugfélagsins Ernis stefna á að hætta öllu áætlunarflugi til minni áfangastaða á Íslandi. Þetta staðfestir Hörður Guðmundsson, forstjóri félagsins, í samtali við Vísir.is. Flugfélagið hefur hingað til flogið til Húsavíkur og Vestmannaeyja, en einnig á minni áfangastaði eins og á Höfn í Hornafirði, Bíldudals og Gjögur. Flugfélagið er með verksamning við Vegagerðina um að halda uppi áætlunarflugi á minni staðina. Hörður segir að greiðslur hafi ekki haldið í við verðlagsþróun frá bankahruni og því sé orðið tap á starfseminni. Flugfélagið mun halda áfram verkefnum sem það hefur erlendis og verkefnum tengdum sjúkraflugi og mun að öllum líkindum líka halda áfram að fljúga til Vestmannaeyja og Húsavíkur. Hér má sjá viðtal við Hörð Guðmundsson forstjóra Ernis við vísir.is