Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. nóvember 2012
Prenta
Um land allt seinni þáttur sunnudaginn 25.
Nú næstkomandi sunnudag 25. nóvember verður sýndur seinni þátturinn úr Árneshreppi á Stöð 2. Þetta er í þáttaröð sem heitir „Um land allt" og er á dagskrá á sunnudagskvöldum milli kl 18.55 og 19.15. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda,og eru með eitt mesta áhorf á Stöð 2. Fyrri þátturinn var sýndur á sunnudaginn fyrir viku og voru hreppsbúar mjög ánægðir með hann eftir heimildum fréttavefsins Litlahjalla.