Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. nóvember 2012

Þriggja kvölda félagsvist í Sævangi.

Fyrsta kvöldið verður fimmtudaginn 22. nóvember.
Fyrsta kvöldið verður fimmtudaginn 22. nóvember.
Félagsvist verður haldin í Sævangi á fimmtudagskvöldið kemur, en hún er hluti af þriggja kvölda keppni sem fer fram næstu vikur á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 22. nóvember, annað kvöldið verður fimmtudaginn 6. desember og þriðja kvöldið verður haldið fimmtudaginn 13. desember. Spilamennskan hefst kl. 20:00 öll kvöldin og er aðgangseyrir kr. 800.- og eru þá veitingar innifaldar, djús, kaffi og kökur. Vinningar verða
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. nóvember 2012

Um land allt var í kvöld.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Fyrri þátturinn frá Árneshreppi sem sýndur var á Stöð 2, Með Kristjáni Má,Um land allt, fyrr í kvöld var mjög góður. Fáir eru hér í Árneshreppi sem sjá Stöð 2,enn fólk hefur verið að horfa á þáttinn á netinu eftir heimildum Litlahjalla. Hér er slóðin þar sem hægt er að horfa á Um land allt.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. nóvember 2012

Styrkir Orkubús Vestfjarða til samfélagsverkefna.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Fréttatilkynning frá Orkubúi Vestfjarða:
Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 1. desember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í desember. Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur" eða með tölvupósti til orkubússtjóra á netfangið kh@ov.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. nóvember 2012

Tveir þættir á Stöð 2 úr Árneshreppi.

Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Fyrri þátturinn úr Árneshreppi verði sýndur á Stöð 2 sunnudagskvöldið 18. nóvember. Þetta er í þáttaröð sem heitir „Um land allt" og er á dagskrá á sunnudagskvöldum milli kl 18.55 og 19.15. „Að sögn Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra Stöðvar 2 verða þættirnir tveir,því þetta er það mikið og gott efni". Stefnt er að því að seinni þátturinn verði viku seinna en sá fyrri eða 25. nóvember. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og hafa milli 50 og 70 þúsund manns verið að horfa á þættina sem þegar hafa verið sýndir. Sá fyrsti var frá
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2012

Vestfirska forlagið fylkir liði á Bókamessuna.

 Höfundar munu lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár.
Höfundar munu lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár.
Vestfirska forlagið mun mæta fylktu liði á Bókamessuna í Ráðhúsinu við Tjörnina í Reykjavk um næstu helgi, 17. og 18. nóvember, líkt og á fyrstu messunni í fyrra, sem var mjög ánægjuleg og vel skipulögð af hálfu Félags ísl. bókaútgefenda.

Okkar maður, Jón forseti Sigurðsson, mun verða í broddi fylkingar, einhver mesti bókamaður Íslandssögunnar. Það helgast meðal annars af því, að Vestfirðingarnir munu hafa í pússi sínu nokkur hundruð myndir af forseta sem prentaðar voru í Englandi á stríðsárunum í tilefni lýðveldistökunnar 17. júní 1944, eftir því sem best er vitað. Þessar myndir, sem eru sögulegar að margra mati, verða seldar við vægu verði. Á Bókamessunni, undir dagskrárliðnum Fólkið að vestan, sem verður í matsal Ráðhússins, munu höfundar lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár:
Finnbogi Hermannsson: Vestfirskar konur í blíðu og stríðu
Guðrún Ása Grímsdóttir: Vatnsfjörður í Ísafirði
Reynir Ingibjartsson og Ólafur Engilbertsson: Æviminningar Kristínar Dahlstedt veitingakonu
Lýður Björnsson: Þar minnast fjöll og firðir. Ýmislegt um Gufudalshrepp hinn forna
Lárus Jóhannsson: Andvaka. Lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla

 

Undir liðnum Mishlýjar sögur að vestan mun Hlynur Þór Magnússon
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2012

Slæm veðurspá- flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Slæm veðurspá er framundan,hvassviðri er í dag af suðvestri og á morgun á að vera norðvestan með snjókomu,annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands: Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra. Suðvestan 13-18 m/s og skúrir eða él í dag, en snýst í norðvestan 8-13 og fer að snjóa í kvöld. Norðvestan 13-18 og snjókoma í fyrramálið. Hiti 0 til 4 stig, en frost 1 til 6 stig í nótt og á morgun. Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi á Gjögur. Ekki lítur vel
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2012

Vestfirskar konur í blíðu og stríðu.

Finnbogi Hermannsson tók saman.
Finnbogi Hermannsson tók saman.
Vestfirskar konur í blíðu og stríðu,3. bók. Finnbogi Hermannsson tók saman. Vestfirskar kjarnakonur á ýmsum tímum. Ævikjör þeirra voru misjöfn en þær áttu það sameiginlegt, að hvika hvergi í lífsbaráttunni hvernig sem örlögin sneru við þeim. Eftirtaldar konur eru söguhetjur hjá Finnboga: Jóhanna Sigrún Ingvarsdóttir frá Lyngholti á Snæfjallaströnd. Ragnheiður Hákonardóttir frá Reykjarfirði. Vilborg Arnarsdóttir í Súðavík. Guðrún Þorbjörg Kristjánsdóttir frá Svínanesseli. Hulda Valdimarsdóttir Ritchie frá Hnífsdal, og Margrét Ryggstein
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. nóvember 2012

Fyrirlestur um verkalýðsfélög í Strandasýslu.

Sigurður Pétursson sagnfræðingur.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Hnyðju, í Þróunarsetrinu á Hólmavík, í dag miðvikudag 14. nóvember klukkan 17 um verkalýðsfélög í Strandasýslu. Sigurður dvelur þessa dagana í Skelinni, fræðimannaíbúð á vegum Þjóðfræðastofu á Hólmavík. Hann vinnur að ritun sögu Verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum, á vegum Alþýðusambands Vestfjarða og Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Fyrsta bindi sögunnar, Vindur í seglum, kom út árið 2011. Annað bindi verksins er væntanlegt á næsta ári og nær yfir tímabilið 1930-1970. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Verkalýðshreyfingin nam land í Strandasýslu
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. nóvember 2012

Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson á Mölinni.

Jónas og Ómar á Malarkaffi 16 nóvember.
Jónas og Ómar á Malarkaffi 16 nóvember.
Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson verða á Mölinni, mánaðarlegri tónleikaröð á Malarkaffi á Drangsnesi,föstudaginn 16. nóvember næstkomandi en tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð sem félagar ætla að fara um landið nú í nóvember. Í þessari ferð ætla þeir að spila efni af nýútkomnum plötum sínum.  Jónas Sigurðsson er landsmönnum að góðu kunnur. Hann sendi á dögunum frá sér sína þriðju sóló plötu sem ber heitið Þar sem haf ber við himinn. Á plötunni leikur Lúðrasveit Þorlákshafnar með Jónasi,en Jónas er einmitt uppalinn í Þorlákshöfn. Lagið Hafið er svart situr um þessar mundir á toppi Vinsældarlista Rásar 2 og fylgir þar í fótspor Þyrnigerðisins sem var á toppnum vikum saman síðasta sumar. Ómar Guðjónsson er þjóðkunnur gítarleikari sem hefur leikið með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna. Má þar m.a. nefna Jagúar, ADHD og Stórsveit Samúels Samúelssonar. Hann sendi fyrir skemmstu sólóplötuna Útí geim en Ómar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki jazzplatna fyrir síðustu sólóskífu sína Fram af. Á tónleikunum munu Jónas og Ómar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. nóvember 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5.til12. nóvember 2012.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Fyrra óhappið varð á Steingrímsfjarðarheiði, þar mun bifreið hafa hafnað utan í annarri bifreið,aksturskilyrði mjög slæm. Seinna óhappið varð á Hnífsdalsvegi,þar hafnaði bifeið út fyrir veg. Í báðum þessum óhöppum urðu ekki slys á fólki. Ekki var um mikið tjón að ræða í þessum óhöppum. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi. Lögregla vill hvetja ökumenn til að haga akstri eftir aðstöðum,akstursskilyrði eru mjög fljót að breytast. Skemmtanahald
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
Vefumsjón