Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2012

Veðrið í Nóvember 2012.

Í þessum norðan veðrum var oft blindbylur.
Í þessum norðan veðrum var oft blindbylur.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 11,með snjókomu eða éljum. Og enn og aftur 16 til 18. Í því hreti snjóaði mun meir en í hinum fyrri hretunum. Þann 22. var Norðaustan hvassviðri um tíma og gerði þá blota og einnig nokkur svellalög. Milli þessara hreta var mjög umhleypingasamt veður. Eftir það var nokkuð rólegt veður sem eftir var mánaðar,með hitastigi í kringum núll stigið.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2012

Met áhorf var á þáttunum úr Árneshreppi.

Met áhorf var á Stöð 2 á þáttunum úr Árneshreppi.
Met áhorf var á Stöð 2 á þáttunum úr Árneshreppi.
Kristján Már Unnarsson fréttastjóri Stöðvar 2 lét vefinn Litlahjalla vita um tölur úr áhorfsmælingu vegna þáttanna úr Árneshreppi Um land allt sem voru á dagskrá síðustu tvo sunnudaga. Fyrirtækið Capacent mælir sjónvarpsáhorf og er hlutlaus aðili. Þeir hafa nú birt tölur um áhorf á báða þættina. Á fyrri þáttinn horfðu samtals 57 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 50 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Á seinni þáttinn horfðu 58 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 45 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Þetta þýðir að 57-58 þúsund manns voru að horfa á þættina. Þetta telst mjög gott áhorf, raunar það næstmesta á Stöð 2 þessar vikur, aðeins fréttir Stöðvar 2 höfðu meira áhorf. Til að ímynda
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2012

Nýr framkvæmdastjóri SL.

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002,þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. Jón Svanberg var lögreglumaður á Ísafirði frá 1994-2009, varðstjóri frá 1996-2009 og settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á Vestfjörðum 2007-2008. Einnig hefur hann gegnt trúnaðastörfum fyrir samtök lögreglumanna. Síðan 2009 hefur Jón Svanberg verið framkvæmdastjóri Pro Fishing ehf. Sambýliskona
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. nóvember 2012

Siglingastofnun og Vegagerðin sameinuð 1. júlí 2013.

Siglingastofnun og Vegagerðin sameinuð 1 júlí 2013.
Siglingastofnun og Vegagerðin sameinuð 1 júlí 2013.
1 af 2
Samþykkt voru á Alþingi þann 19. þessa mánaðar tvenn ný lög um sameiningu samgöngustofnana, annars vegar að stofnsetja Farsýsluna, sem fara skal með stjórnsýslu samgöngumála og hinsvegar Vegagerðina sem hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins. Frumvarp um Farsýsluna var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 19 og 5 þingmenn sátu hjá og frumvarp um Vegagerðina samþykkt með 25 atkvæðum gegn 20 og sátu fimm þingmenn einnig hjá. Með stofnun Farsýslunnar og hinnar nýju Vegagerðar verða til tvær nýjar stofnanir á grunni núverandi samgöngustofnana, þ.e. Siglingastofnunar Íslands, Flugmálastjórnar Íslands, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar. Undirbúningur að endurskipulagningu samgöngustofnana hófst í framhaldi af stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar í júní 2008 þar sem settar voru fram tillögur um breytt stofnanakerfi samgöngumála. Í janúar 2009 skipaði þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nefnd um framtíðarskipan stofnana samgöngumála og kynnti hún nokkra valkosti með skírslu sinni. Ákveðið var
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. nóvember 2012

Rafmagn tekið af.

Rafmagnslaust verður í um 3.tíma.
Rafmagnslaust verður í um 3.tíma.
Orkubúið á Hólmavík tekur rafmagnið af nú um eitt,frá Finnbogastöðum og út á Kjörvogi vegna viðhaldsvinnu í staur við Finnbogastaðavatn,þar sem gert var við til bráðabrigða í daginn,og spennir við símahús og fleira. Reiknað er með að rafmagnslaust verði á þessum bæjum í um þrjá tíma.  
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. nóvember 2012

Um land allt seinni þáttur var sýndur í kvöld.

Talað var við Arinbjörn hjá Urðartindi í þættinum.
Talað var við Arinbjörn hjá Urðartindi í þættinum.
Seinni þátturinn úr Árneshreppi á Stöð 2 var sýndur í kvöld „Um land allt" og var á dagskrá á milli kl 18.55 og 19.15. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda,og eru með eitt mesta áhorf á Stöð 2. Fyrri þátturinn var sýndur á sunnudaginn fyrir viku og voru hreppsbúar mjög ánægðir með hann eftir heimildum fréttavefsins Litlahjalla. Viðtal var í þessum seinni þætti tildæmis við Arinbjörn Bernharðsson ferðaþjónustu frömuð hjá Urðartindi í Norðurfirði
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. nóvember 2012

Um land allt seinni þáttur sunnudaginn 25.

Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Baldur myndatökumaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík og Kristján Már.
Nú næstkomandi sunnudag 25. nóvember verður sýndur seinni þátturinn úr Árneshreppi á Stöð 2. Þetta er í þáttaröð sem heitir „Um land allt" og er á dagskrá á sunnudagskvöldum milli kl 18.55 og 19.15. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda,og eru með eitt mesta áhorf á Stöð 2. Fyrri þátturinn
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. nóvember 2012

Stofnfundur Dögunar.

Bjarkarlundur. Mynd bjarkarlundur.is
Bjarkarlundur. Mynd bjarkarlundur.is
Næstkomandi sunnudag, 25. nóvember, verður haldinn stofnfundur kjördæmisfélags Dögunar í Norðvestur kjördæmi. Fundurinn fer fram miðsvæðis í kjördæminu, í Bjarkarlundi í Reykhólahreppi, sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi kl. 14 til 18. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvað Bjarkarlundur hefur upp á að bjóða, en nefna má að kvöldið fyrir fundinn fer fram villibráðarveisla á staðnum með tilheyrandi skemmtidagskrá og dansleik; ef fólk vill mæta á laugardeginum,hafa það gott og gista. Fólk sem ráðgerir að sækja stofnfundinn er beðið
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. nóvember 2012

Hafísjakar á Vestfjarðamiðum.

Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar.
Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar.
1 af 2
Talsvert hefur verið um að Hafísdeild Veðurstofu Íslands hafi borist tilkynningar um bogarísjaka á reki undan Vestfjörðum. Nokkur skip hafa tilkynnt um borgarísjaka á reki auk minni brota úr þeim sem fljóta umhverfis jakana. Jakarnir sjást allir vel í ratsjá, en sem kunnugt er sést ekki nema lítill hluti borgarísjaka ofansjávar, níu tíundu þeirra eru undir sjávarmáli. Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar. Sjófarendur eru beðnir að fara með aðgát því hafísjakar færast hratt til í veðrum og straumi. Fyrst er hér með ískort af vef Veðurstofu Íslands. Einnig er Modis ljós og hitamynd frá Nasa, frá Ingibjörgu Jónsdóttur landfræðings á Jarðvísindastofnun Háskólans síðan 18-11.Kl:14:41. Samkvæmt
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. nóvember 2012

Rafmagn tekið af þrem bæjum.

Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.Myndasafn.
Spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík.Myndasafn.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík varð að taka rafmagn af þrem bæjum sem eru í byggð hér í Árneshreppi í dag um fjögur leitið frá Finnbogastöðum og á Gjögursvæðið,þeir bæjir sem urðu rafmagnlausir auk Finnbogastaða voru Litla-Ávík og Kjörvogur sem búið er á, á Gjögri er engin búseta á þessum árstíma. Rafmagnsbilunin var í varhöldum við öryggi og logaði þar á milli,í staur við Finnbogastaðavatn. Rafmagntruflanirnar lýstu sér þannig að ljós titruðu og einnig hafði þetta talsverðar truflanir á talsíma og var mikið suð ef verið var að tala í síma á þessu
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
Vefumsjón