Veðrið í Nóvember 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Meira
Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 11,með snjókomu eða éljum. Og enn og aftur 16 til 18. Í því hreti snjóaði mun meir en í hinum fyrri hretunum. Þann 22. var Norðaustan hvassviðri um tíma og gerði þá blota og einnig nokkur svellalög. Milli þessara hreta var mjög umhleypingasamt veður. Eftir það var nokkuð rólegt veður sem eftir var mánaðar,með hitastigi í kringum núll stigið.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira