Kynningarfundur um Þjóðleik á Vestfjörðum.
Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk sem er opið fyrir áhugasöm áhugaleikfélög, skóla eða jafnvel vinahópa. Opinn kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á Skrifstofuhótelinu í Neista á Ísafirði mánudaginn 17. desember kl. 18:00. Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999) gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu og hópar geta ennþá skráð sig til leiks í Þjóðleik á Vestfjörðum. Þjóðleikur er leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað. Verkefnið hefur verið áður í gangi á Norðurlandi og Austurlandi og hefur sýnt sig í að vera skemmtilegt og þroskandi fyrir þátttakendur. Þeir hópar sem taka þátt geta valið sér eitt af þremur skemmtilegum nýjum íslenskum
Meira
Meira





