Þriggja kvölda félagsvist í Sævangi.
Meira
Okkar maður, Jón forseti Sigurðsson, mun verða í broddi fylkingar, einhver mesti bókamaður Íslandssögunnar. Það helgast meðal annars af því, að Vestfirðingarnir munu hafa í pússi sínu nokkur hundruð myndir af forseta sem prentaðar voru í Englandi á stríðsárunum í tilefni lýðveldistökunnar 17. júní 1944, eftir því sem best er vitað. Þessar myndir, sem eru sögulegar að margra mati, verða seldar við vægu verði. Á Bókamessunni, undir dagskrárliðnum Fólkið að vestan, sem verður í matsal Ráðhússins, munu höfundar lesa úr og kynna nokkrar bækur sem Vestfirska forlagið gefur út nú í ár:
Finnbogi Hermannsson: Vestfirskar konur í blíðu og stríðu
Guðrún Ása Grímsdóttir: Vatnsfjörður í Ísafirði
Reynir Ingibjartsson og Ólafur Engilbertsson: Æviminningar Kristínar Dahlstedt veitingakonu
Lýður Björnsson: Þar minnast fjöll og firðir. Ýmislegt um Gufudalshrepp hinn forna
Lárus Jóhannsson: Andvaka. Lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla
Undir liðnum Mishlýjar sögur að vestan mun Hlynur Þór Magnússon