Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. desember 2012
Prenta
Umhleypingasamt um helgina.
Veðurstofa Íslands spáir frekar umhleypingasömu veðri um helgina,hér er svo veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Vaxandi suðaustan átt, 10-15 um hádegi og snjókoma eða slydda, en heldur hvassara og rigning síðdegis. Suðvestan 8-13 og él seint í kvöld. Gengur í norðaustan 8-13 með snjókomu síðdegis á morgun. Hiti um og yfir frostmarki en kólnar á morgun. Það má sjá nánari veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra hér.