Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. desember 2012
Prenta
Flutningabíll út af vegna hálku.
Flutningabíll frá Strandafrakt sem var að sækja ull til bænda í gær fór út af á Kjörvogshlíðinni mitt á milli Kjörvogs og Hrafnshamars vegna mikillar hálku á leiðinni til baka í gærkvöldi,bílstjórinn Kristján Guðmundsson var búin að keðja en það dugði ekki í þessari hálku. Kristján slapp ómeiddur þótt ótrúlegt sé. Gífurleg hálka hefur verið undanfarið á leiðinni frá Bjarnarfirði og til Gjögurs,en hálkublettir þaðan og til Norðurfjarðar. Gera á út leiðangur frá Hólmavík til að ná bílnum upp í dag. "Kristján sagði við fréttavefinn að bíllinn hafi sigið útaf hægt og rólega og lagðist á hliðina fyrir neðan veg og ótrúlegt að bíllinn hafi ekki haldið áfram niður í fjöru;. Þegar myndin var tekin nú áðan voru komin tæki til að ná bílnum upp.