Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. desember 2012
Prenta
Bókamessa í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld.
Bókamessa Vestfirska forlagsins verður í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld fimmtudaginn 6. des. kl. 20. Þar verða kynntar og lesið úr þessum bókum: Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Frá Bjargtöngum að Djúpi kynnir Björn Ingi Bjarnason, Ólafur Helgi Kjartansson segir nokkrar Mishlýjar örsögur að vestan, Valgeir Ómar Jónsson kynnir Fótungatal frá Sigga Salahúsi í Folafæti og Lýður Árnason kynnir bók sína Svartir túlípanar.