Síðasta flug fyrir jól.
Meira
Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.
Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "Þetta er handa þér pabbi". Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar, "veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?"
Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi." Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.
Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissumSigurður Guðmundsson mun leika á aðventutónleikum Malarinnar sem verða haldnir á Malarkaffi á Drangsnesi mánudagskvöldið 17. desember næstkomandi. Sigurður Guðmundsson er einn dáðasti tónlistarmaður landsins. Hann er landsmönnum að góðu kunnur fyrir störf sín með hljómsveitinni Hjálmum sem hefur um árabil verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og gefið út fjölda hljómplatna með sínu einstaka lopapeysureggíi. Ásamt því að leika með Hjálmum hefur Sigurður leikið með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna, má þar t.d. nefna Baggalút, Megas og nú nýverið Ásgeir Trausta. Stjarna Sigurðar hefur þó eflaust risið hvað hæst á þeim þremur plötum sem hann hefur gefið út undir eigin nafni með Memfismafíunni. Á þeirri fyrstu flutti hann sígild sönglög, á annarri plötunni söng hann ný jólalög sem samstundis urðu sígild og á þeirri nýjustu fóru Sigurður og félagar til