Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. desember 2012

Síðasta flug fyrir jól.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Ekki er vitað annað en að í dag sé síðasta flug Flugfélagssins Ernis til Gjögurs fyrir jól. Síðustu vörur koma í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði koma í dag og einnig síðasti jólapóstur fyrir jól,þannig að þetta er síðasta póst og vöruflutningaflug fyrir jól,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. desember 2012

Strandafrakt sækir seinni ferð af ull.

Ull tekin í Litlu-Ávík í dag.
Ull tekin í Litlu-Ávík í dag.
1 af 2
Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom norður í dag að sækja seinni ferð til bænda af ull. Þetta er mjög seint miðað við venjulega sem seinni ferð er sótt af ullinni,en skýringin er sú að bændur hafa margir hverjir tekið fé mjög seint inn aðallega vegna þess að lítil hey eru hjá flestum bændum,og þar með er rúið seint hjá nokkrum bændum. Vegagerðin opnaði veginn norður í gær,og eitthvað var hreinsað í morgun,en ófært var orðið eða þungfært eftir skafrenning og snjókomuna daginn áður. Enn mjög mikil hálka er á leiðinn mjög víða og sumstaðar mjög mikil hálka. Kristján kom í þessa seinni ferð á sama bílnum og valt í daginn en skipt var um boddí eða (flutningskassann) á bílnum. Ullin fer
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. desember 2012

Hjartnæm Jólasaga.

Margar góðar jólasögur hafa amma og afi sagt okkur.
Margar góðar jólasögur hafa amma og afi sagt okkur.

Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.

Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "Þetta er handa þér pabbi". Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar, "veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?"

Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi." Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.

Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.

Í vissum
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. desember 2012

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. desember 2012.

Nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku.
Nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku.
Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum,þó var tilkynnt um 4 umferðaróhöpp. Mánudaginn 10. var tilkynnt um minniháttar óhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki. Þriðjudaginn 11. var tilkynnt um tvö óhöpp, fyrr óhappið varð í Hestkleif í Ísafjarðardjúpi,þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Seinna óhappið varð á Ísafirði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg á Skutulsfjarðarbraut,ekki slys á fólki. Föstudaginn 14. Varð óhapp í Vestfjarðagöngunum þar strukust tveir bílar saman,um var að ræða minni háttar skemmdir í því tilfelli,og ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði. Þá
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. desember 2012

Mölin 3.

Sigurður Guðmundsson mun leika á aðventutónleikum Malarinnar.
Sigurður Guðmundsson mun leika á aðventutónleikum Malarinnar.

Sigurður Guðmundsson mun leika á aðventutónleikum Malarinnar sem verða haldnir á Malarkaffi á Drangsnesi mánudagskvöldið 17. desember næstkomandi. Sigurður Guðmundsson er einn dáðasti tónlistarmaður landsins. Hann er landsmönnum að góðu kunnur fyrir störf sín með hljómsveitinni Hjálmum sem hefur um árabil verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og gefið út fjölda hljómplatna með sínu einstaka lopapeysureggíi. Ásamt því að leika með Hjálmum hefur Sigurður leikið með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna, má þar t.d. nefna Baggalút, Megas og nú nýverið Ásgeir Trausta. Stjarna Sigurðar hefur þó eflaust risið hvað hæst á þeim þremur plötum sem hann hefur gefið út undir eigin nafni með Memfismafíunni. Á þeirri fyrstu flutti hann sígild sönglög, á annarri plötunni söng hann ný jólalög sem samstundis urðu sígild og á þeirri nýjustu fóru Sigurður og félagar til


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. desember 2012

Laufabrauðsdagur í Finnbogastaðaskóla.

Börnin spreyta sig í laufabrauðsútskurði.
Börnin spreyta sig í laufabrauðsútskurði.
Í vikunni var laufabrauðsdagur í Finnbogastaðaskóla. Laufabrauðsgerð er gamall íslenskur siður sem ekki þekkist annars staðaðar í heiminum. Að minnsta kosti ekki svona þunnar og fallega skreyttar kökur. Útskurðurinn minnir á lauf þegar brauðið hefur verið steikt og talið er að nafnið á kökunum megi rekja til þessa. Líkast til þá var laufabrauðsgerð leið til að gera vel við sig um jólin. Oft var lítið til af hveitimjöli á bæjunum og brauðið var því haft afar þunnt. Hægt var að steikja margar fallegar kökur úr frekar litlu hráefni. Kökurnar gáfu samt alltaf magafylli og voru heilmikil og falleg búdrýgindi með hangikjötinu. Laufabrauð er skreytt með mismunandi mynstrum. Sum bera nöfn eins og bóndamynstur,eiföld stjarna,áttablaða stjarna og stjörnuregn. Einnig hafa kirkjur og burstabæir verið vinsælar skreytingar í áratugi. Aðalatriði hjá þeim í Finnbogastaðaskóla er að viðhalda skemmtilegri
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. desember 2012

Hjólabókin um Vesturland.

Hjólabókin um Vesturland er nú komin út hjá Vestfirska forlaginu.
Hjólabókin um Vesturland er nú komin út hjá Vestfirska forlaginu.
Hjólabókin um Vesturland er nú loksins komin út hjá Vestfirska forlaginu, en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af hjólreiðafólki og fleirum. Búið er að dreifa bókinni um allt land. Í fyrstu Hjólabókinni var fjallað um Vestfirði. Það var tímamótaverk. Nú fjallar Ómar Smári um Vesturland á sama hátt og síðan koma aðrir landshlutar í fyllingu tímans. Þetta eru bækur sem henta öllum sem ferðast um landið, hvort sem þeir eru hjólandi, gangandi eða akandi. Vandaður leiðarvísir sem á sér enga hliðstæðu hér á landi. Höfundur segir: „Það er hollt og skemmtilegt að hjóla. Ísland er yndislegur staður til að ferðast um á reiðhjóli. Hér er lýst 20 hjólreiðaleiðum  á Vesturlandi
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. desember 2012

Kynningarfundur um Þjóðleik á Vestfjörðum.

Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk.
Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk.
Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk sem er opið fyrir áhugasöm áhugaleikfélög, skóla eða jafnvel vinahópa. Opinn kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á Skrifstofuhótelinu í Neista á Ísafirði mánudaginn 17. desember kl. 18:00. Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999) gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu og hópar geta ennþá skráð sig til leiks í Þjóðleik á Vestfjörðum. Þjóðleikur er leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað. Verkefnið hefur verið áður í gangi á Norðurlandi og Austurlandi og hefur sýnt sig í að vera skemmtilegt og þroskandi fyrir þátttakendur.  Þeir hópar sem taka þátt geta valið sér eitt af þremur skemmtilegum nýjum íslenskum
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. desember 2012

Fundur samráðsvettvangs vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða.

Háskólasetur Vestfjarða.Mynd BB.is.
Háskólasetur Vestfjarða.Mynd BB.is.
Fyrsti fundur samráðshóps vegna sóknaráætlunar Vestfjarða verður haldinn mánudaginn 17. desember nk. í Háskólasetri Vestfjarða, Ísafirði, kl 11-16.Samkvæmt ákvörðun 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga verður fundurinn opinn öllum hagsmunaaðilum. Því vill Fjórðungssamband Vestfirðinga vekja athygli á fundinum og óska eftir því að áhugasamir skrá þátttöku sína í síma 450-3000 eða með tölvupósti
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. desember 2012

Vestfirsk Bókamessa á Cafe Catalina í kvöld.

Lesið verður upp úr nokkrum vestfirskum bókum.
Lesið verður upp úr nokkrum vestfirskum bókum.
Bókamessa Vestfirska forlagsins á Þingeyri verður á Cafe Catalina í Kópavogi fimmtudaginn 13. des. kl. 20. Þar verða kynntar og lesið úr þessum bókum:Guðrún Ása Grímsdóttir kynnir bókina Vatnsfjörður í Ísafirði, Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Lárus Jóhannsson með Andvaka, lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla, Frá Bjargtöngum að Djúpi kynna; Guðvarður Kjartansson, Emil R. Hjartarson, og Kristinn Snæland, Lýður Árnason kynnir bók sína Svartir túlípanar og Ólafur J. Engilbertsson
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
Vefumsjón