Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2013 Prenta

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Frá viðgerðum á Trékyllisheiði.Myndasafn.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Frá viðgerðum á Trékyllisheiði.Myndasafn.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Viðgerðarflokkur frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru á snjósleðum norður í Árneshrepp fyrir hádegi í dag til að gera við línuna þangað. Fyrstu bilun fundu þeir fyrir norðan Bólstað í Steingrímsfirði þar sem línan fer upp á Trékyllisheiðina síðan var brunninn einn staur á Trékyllisheiðinni. Síðan urðu viðgerðarmenn að hreinsa seltu af öllum spennum heim við bæi norður í hreppnum vegna sjóseltu á þeim þá tókst að koma rafmagninu á um kl.19:30 í kvöld. Rafmagnslaust er búið að vera í Árneshreppi í rúmlega þrjá og hálfan sólarhring. Nú verður sjálfsagt skotið upp flugeldum víða í hreppnum í kvöld bæði til að fagna nýju ári og því að rafmagnið er komið. Ekki viðraði til að skjóta upp í gærkvöldi.

Meðan rafmagnslaust var í Árneshreppi hefur verið keyrt með dísilvél frá Litlu-Ávík inn á fjarskiptstöð Símans í Reykjaneshyrnu,enda voru fjarskipti í ágætulagi í hreppnum í rafmagnsleysinu,net og GSM símar inni og heimilissímar,enda var mikið álag þarna á kerfinu á meðan á rafmagnleysinu stóð. Fólk sjálfsagt að láta vita af sér og aðrir að heyra í sínu fólki í hreppnum og fá fréttir af því í rafmagnsleysinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Víganes:Í október 2010.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
Vefumsjón