Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. janúar 2013 Prenta

Áramótin gleymdust í Árneshreppi.

Kaupfélagshúsið í Norðurfirði.
Kaupfélagshúsið í Norðurfirði.
„Ég get ekki neitað því að mér hafi verið farið að kólna, en það er allt í lagi, maður fór bara í meiri föt," sagði Ágústa Sveinbjörnsdóttir í viðtali við RÚV í gær sem býr í kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. „Það gleymdust bara áramótin, það voru engin áramót." Rafmagn er nánast allstaðar komið á aftur eftir mikil vandræði um helgina. í fyrrakvöld komst það á í Árneshreppi á Ströndum - þá voru þrír og hálfur sólarhringur frá því að rafmagnslaust varð þar um slóðir. Ágústa segir að fólk hafi gengið um til að halda á sér hita og notað prímus til að hella upp á kaffi - þau voru hins vegar kát í fyrrakvöld, þegar rafmagnið komst á aftur. Þetta kom fram á RÚV í gær.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Melar I og II.
Vefumsjón