Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2013 Prenta

Farið í viðgerð vegna Árneshrepps.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Vaskir menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavik eru nú að búa sig til að leita bilunnar á rafmagnslíinu frá botni Steingrímsfjarðar og yfir Trékyllisheiði og norður í Árneshrepp á nokkrum snjósleðum fjórir til sex menn. Farið verður nú fyrir hádegið á heiðina. Ekkert er vitað um hvar bilunin er að „sögn Sveins Ingimundar Pálssonar hjá Orkubúinu",enn farið verður með línunni norður þar til bilunin finnst,einhversstaðar er bilað á milli þar sem línan fer upp á heiði og norður í spennistöðina við Bæ í Trékyllisvík. Nú hefur verið rafmagnslaust í Árneshreppi í rúma þrjá sólarhringa,og er þetta eina sveitarfélagið sem er en rafmagnslaust eftir óveðrið á dögunum. Nú er vindur af N og 8 til 12 m/s og skýjahæð orðin um 600 metrar og snjómuggan sem var í morgun er gengin yfir og birtir alltaf betur og betur. Þetta dimmviðri í morgun seinkaði talsvert að viðgerðarmenn færu á stað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
Vefumsjón