Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 6. janúar 2013
Prenta
Myndir frá Gjögri.
Myndatökumaður litlahjalla var staddur á Gjögri á föstudaginn 4 janúar og tók nokkrar myndir á svæðinu,allmiklir skaflar eru þar við hús þótt snjór hafi nú sigið mikið um helgina í hlákunni. Gjögurbryggja slapp má segja alveg í óveðrinu í lok desember,þótt einn stór steinn hafi færst til úr sjóvarnargarðinum og lent hálfur upp á bryggjuna,en varnargarðurinn hefur sennilega bjargað bryggjunni. Hús á Gjögri eru oft kennd við ábúendur eða gamla ábúendur,eins og Kallahús og Axelshús,en nú er aðeins sumarhúsabyggð á Gjögri. En hér með eru nokkrar myndir sem teknar voru á föstudaginn.