Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. janúar 2013
Prenta
Eva fær fálkaorðuna.
Tíu manns fengu afhenta fálkaorðuna á nýársdag. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti orðurnar við athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri á Hótel Djúpavík, sem fékk riddarakross fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum. Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson voru frumkvöðlar í ferðaþjónustu í Árneshreppi og eiga miklar þakkir fyrir frumkvæði sitt að hafa gert upp gamla kvennabraggan á Djúpavík þar sem þau reka nú Hótel Djúpavík með miklum sóma frá 1985.