Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. janúar 2013

Talsvert tjón á Gjögri.

Sjórinn hefur brotið upp hurðina á bátaskýlinu.
Sjórinn hefur brotið upp hurðina á bátaskýlinu.
1 af 4
Talsvert tjón hefur orðið á Gjögri í óveðrinu í lok desember. Þetta sást þegar var farið að athuga með hús á Gjögri eftir óveðrið. Sjór hefur brotið upp hurð á bátaskýli við Karlshöfn,en bátaskýlið tilheyrir svonefndu Reginu eða Kalla húsi sem börn Regínu og Karls Thorarensen nota nú sem sumarhús. Hilmar F. Thorarensen geymdi þar bátinn Hönnu ST 49 sem hann rær á um sumartímann,einnig voru tveir aðrir bátar þarna inni,árabátur og platsbátur. Það hefur greinilega gert mikla fyllingu sem hefur brotið upp hurðina á bátaskýlinu og báturinn Hanna hefur færst til og innar í húsið og liggur nú upp við annan vegginn og virðist alveg óskemmdur. „Hilmar F segir í viðtali við vefinn,að hann sé ánægður að báturinn hans Hanna ST 49 hafi sloppið því hann lét gera bátinn upp 2010 og 2011 og lét skipta um vél og öll siglingatæki og reri fyrst á honum í sumar eftir breytingar". Báturinn er trébátur
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. janúar 2013

Hver verður Strandamaður ársins 2012?

Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík var valin Strandamaður ársins 2011.
Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík var valin Strandamaður ársins 2011.
Enn á ný stendur vefurinn strandir.is fyrir þeim skemmtilega samkvæmisleik að velja Strandamann ársins. Nú verður Strandamaður ársins valinn í 9. skipti, en kosning meðal lesenda vefjarins hefur verið árviss uppákoma. Um síðustu áramót var Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík valin Strandamaður ársins 2011 og upphefð hennar varð svo enn meiri nú á nýársdag, þegar hún fékk hina íslensku fálkaorðu afhenta á Bessastöðum fyrir vel unnin störf í þágu ferðaþjónustunnar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. janúar 2013

Eva fær fálkaorðuna.

Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri á Hótel Djúpavík.
Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri á Hótel Djúpavík.
Tíu manns fengu afhenta fálkaorðuna á nýársdag. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti orðurnar við athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri á Hótel Djúpavík, sem fékk riddarakross fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum. Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson voru frumkvöðlar í ferðaþjónustu í Árneshreppi og eiga miklar þakkir fyrir frumkvæði sitt að hafa gert upp gamla kvennabraggan á Djúpavík þar sem þau reka nú Hótel Djúpavík
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. janúar 2013

Áramótin gleymdust í Árneshreppi.

Kaupfélagshúsið í Norðurfirði.
Kaupfélagshúsið í Norðurfirði.
„Ég get ekki neitað því að mér hafi verið farið að kólna, en það er allt í lagi, maður fór bara í meiri föt," sagði Ágústa Sveinbjörnsdóttir í viðtali við RÚV í gær sem býr í kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. „Það gleymdust bara áramótin, það voru engin áramót." Rafmagn er nánast allstaðar komið á aftur eftir mikil vandræði um helgina. í fyrrakvöld komst það á í Árneshreppi á Ströndum - þá voru þrír og hálfur sólarhringur frá því að rafmagnslaust varð þar um slóðir. Ágústa segir að fólk hafi gengið um til að halda á sér hita og notað prímus til að hella upp á kaffi - þau voru hins vegar kát í fyrrakvöld,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. janúar 2013

Veðrið í Desember 2012.

Öll hús eru brynjuð af klaka eftir óveðrið.En farið að bráðna 02-01-2013.
Öll hús eru brynjuð af klaka eftir óveðrið.En farið að bráðna 02-01-2013.
1 af 3
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með auslægum eða suðlægum vindáttum,yfirleitt hægum. Níunda til fjórtánda var hægviðri og fallegt veður og oft var heiðskírt eða léttskýjað og vægar froststillur. Þessa daga var mjög hélað og jörð var loðin af hélu. Í tvo daga um miðjan mánuð voru NA með kalda eða allhvössum vindi og með éljum eða snjókomu. Eftir það var hægviðri með litilli úrkomu. Þann 23 snerist í ákveðna Norðausanátt með éljum eða snjókomu aftur. Enn frá 29 og út mánuðinn gerði mikið NA og N áhlaup með snjókomu og náði vindur þá gömlum 12 vindstigum í kviðum. Rafmagnslaust varð þá í Árneshreppi í rúmlega þrjá og hálfan sólarhring.

Mikinn sjógarð gerði í þessu veðri og varð hafrót (allt að eða yfir 14 metra),við ströndina. Sjór náði að flæða í fjárhúskjallara í Litlu-Ávík og einnig flæddi sjór inn í skemmu,spýtukubbar lentu á hlað fyrir framan skemmuna í einni mikilli fyllu (gífurleg alda),það hefur aldrei skeð fyrr.

Skemmdir sem vitað er um: Talsvert tjón á rafmagnslínum hjá Orkubúi Vestfjarða þegar línur slitnuðu. Einnig varð tjón á vegi í svonefndum Árneskrók,vegurinn fór þar í sundur vegna sjógangs. Menn hér í Árneshreppi líkja þessu veðri við svonefnt Flateyrarveður árið 1995 um haustið.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2013

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Frá viðgerðum á Trékyllisheiði.Myndasafn.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Frá viðgerðum á Trékyllisheiði.Myndasafn.Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Viðgerðarflokkur frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru á snjósleðum norður í Árneshrepp fyrir hádegi í dag til að gera við línuna þangað. Fyrstu bilun fundu þeir fyrir norðan Bólstað í Steingrímsfirði þar sem línan fer upp á Trékyllisheiðina síðan var brunninn einn staur á Trékyllisheiðinni. Síðan urðu viðgerðarmenn að hreinsa seltu af öllum spennum heim við bæi norður í hreppnum vegna sjóseltu á þeim þá tókst að koma rafmagninu á um kl.19:30 í kvöld. Rafmagnslaust er búið að vera í Árneshreppi í rúmlega þrjá og hálfan sólarhring. Nú verður sjálfsagt skotið upp flugeldum víða í hreppnum í kvöld bæði til að fagna nýju ári og því að rafmagnið er komið. Ekki viðraði til að skjóta upp í gærkvöldi.Meðan rafmagnslaust var í Árneshreppi hefur verið keyrt með dísilvél frá Litlu-Ávík inn á fjarskiptstöð Símans í Reykjaneshyrnu,
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2013

Farið í viðgerð vegna Árneshrepps.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Vaskir menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavik eru nú að búa sig til að leita bilunnar á rafmagnslíinu frá botni Steingrímsfjarðar og yfir Trékyllisheiði og norður í Árneshrepp á nokkrum snjósleðum fjórir til sex menn. Farið verður nú fyrir hádegið á heiðina. Ekkert er vitað um hvar bilunin er að „sögn Sveins Ingimundar Pálssonar hjá Orkubúinu",enn farið verður með línunni norður þar til bilunin finnst,einhversstaðar er bilað á milli þar sem línan fer upp á heiði og norður í spennistöðina við Bæ í Trékyllisvík. Nú hefur verið rafmagnslaust í Árneshreppi í rúma þrjá sólarhringa,og er þetta eina sveitarfélagið sem er en rafmagnslaust eftir óveðrið á dögunum. Nú er vindur af N og 8 til 12 m/s og skýjahæð orðin um 600 metrar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2013

Gleðilegt ár!

Gleðilegt nýtt ár.
Gleðilegt nýtt ár.
Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum nýja árið 2013.!
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2012

Rafmagnslaust um áramót í Árneshreppi.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Á svæði 3 er ástand rafmagnsmála þannig að Árneshreppur er enn rafmagnslaus og ekki miklar líkur á að það lagist á þessu ári miðað við veðráttu.Búið er að koma rafmagni á alla byggða bæi á þessu svæði að öðru leiti en vitað er um nokkra sumarbústaði rafmagnslausa. Í Ísafjarðardjúpi er komið á rafmagn frá Sængurfossvirkjun í Mjóafjörðinn að Látrum og ástandið er þannig að virkjunin ræður ekki við það sem eftir er af svæðinu. Starfsmenn OV eru að taka sumarbústaði á línunni frá og á þá að reyna að hleypa rafmagni á þá bæi sem búseta er á. Allt tiltækt varaafl er notað á þessu svæði. Segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2012

Rafmagnslaust er enn í Árneshreppi.

Spennistöð.Úr myndasafni.
Spennistöð.Úr myndasafni.
Rafmagnslaust er enn í Árneshreppi og ekki verður hægt að reyna viðgerð á línum fyrr en á morgun. Bilun er á Bjarnarfjarðarlínu en vonast er til að viðgerð ljúki nú í kvöld. Vírslit eru á Gilsfjarðarlínu og stendur viðgerð yfir. Á Hólmavík eru allir notendur með rafmagn frá dílselrafstöðvum og Þverárvirkjun. Í Ísafjarðardjúpi er rafmagnslaust fyrir vestan Reykjanes og er viðgerðarflokkur að reyna að koma rafmagni á. Segir
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
Vefumsjón