Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. janúar 2013

Ekki í vafa um Hvalárvirkjun.

Gunnar Gaukur Magnússon.
Gunnar Gaukur Magnússon.
Ég er í engum vafa," segir Gunnar Gaukur Magnússon,einn eigenda VesturVerks, aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn á að framkvæmdir hefjist við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum,við Bæjarins Besta í gær. Gunnar Gaukur sagði að það sem vanti upp á sé fjárfestir en áætlaður kostnaður við virkjunina er 16-20 milljarðar króna. Ekki er komið á hreint hver kostnaðurinn er við hringtengingu en það ræðst að hluta til eftir notkun raforkunnar frá virkjuninni, þ.e.a.s. hlutfalli milli sölu til stóriðju og almennra nota. Ísland er hringtengt með háspennulínum og virkjanir utan þessarar hringtengingar þurfa að bera svokallaðan tengikostnað. Því lengra sem virkjunin er frá hringtengingunni,því meiri er kostnaðurinn. Reynt er að fá þennan kostnað felldan niður. Nauðsynlegt
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. jan. 2013.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Þriðjudaginn 15. ók bifreið á grjót sem fallið hafði á Barðastrandarveg á svokallaðri Rakknadalshlíð innan við bæinn. Akstursskilyrði voru ekki góð,myrkur og lélegt skyggni. Bifreiðin varð óökuhæf eftir óhappið og flutt af vettvangi með krana. Ökumaður var einn í bílnum,hann kenndi sér eymsla eftir óhappið og fór á sjúkrahúsið til skoðunar. Fimmtudaginn 17. var tilkynnt til lögreglu að olíubíll,fullur af olíu hefði hafnar utan vegar Vestfjarðavegi í sunnanverðum Hjallahálsi og lagst þar á hliðina. Ökumann sakaði ekki. Stórvirkar vinnuvélar voru fengnar til að ná bílnum upp á veginn aftur,eftir að búið var að losa úr honum olíuna. Engin olía lak úr bílnum. Föstudaginn 18. tilkynnt til lögreglu að bíll hefði hafnað utan vegar á þjóðvegi nr. 61,Djúpvegi,
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. janúar 2013

Afleiðingar óveðurs-OV biðst afsökunar.

Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Í samantekt stjórnenda OV á atburðum tengdum óveðrinu 29. desember s.l. kemur m.a. eftirfarandi fram að: 1.Ljúka þarf vinnu í samstarfi við Landsnet um afhendingaröryggi. 2.Áfram þarf að vinna eftir áætlunum um að koma dreifilínum í jörð. 3.Koma þarf spennistöðvum í jörð eða loka þeim til að koma í veg fyrir seltuáhrif. 4.Bæta þarf varaafl fjarskiptabúnaður. 5.Auka þarf samstarf viðbragðsaðila, s.s. almannavarnanefndar, Orkubús, Vegagerðar, Landsnets ofl. 6.Bæta þarf upplýsingagjöf Orkubúsins á meðan að rafmagnsleysi stendur yfir.

Halda þarf áfram endurbótum á verklagi og búnaði eins og unnið hefur verið að undanfarið til þess að styrkja raforkukerfið og viðbúnað Orkubús Vestfjarða.

Það er ljóst að í þessu veðuráhlaupi uppfyllti Orkubú Vestfjarða ekki væntingar viðskiptavina sinna og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem af rafmagnsleysinu hlaust. Segir
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. janúar 2013

Úrkoman var 789,1 mm árið 2012.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var svona nokkuð í meðallagi á nýliðnu ári 2012. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjöhundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins tvisvar fór úrkoman 2012 yfir hundrað mm það var í janúar (111,5 mm) og í september í (128,9 mm). Og minnsta úrkoma á árinu var í maí (9.0 mm). Og í júní (11,1 mm). Úrkoman var því 364,7 mm minni en árið 2011.

 

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og  til ársins 2012:
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2013

Aðsend grein frá Finnboga Vikar.

Finnbogi Vikar.
Finnbogi Vikar.
Makríll 2013 og tækjakaup

Vonandi verður fljótlega gefinn út kvóti í makríl fyrir árið 2013 af Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Þá er ekki úr vegi að minna á að það er almennur vilji til þess að jafnræði verði gætt við úthlutun veiðiheimilda, ekki fáir útvaldir fái ríkulegan arð af þessari syndandi auðlind í lögsögn Íslands.

Fé frá uppboði makríl aflaheimilda til tækjakaupa

Þess vegna vil ég beina því til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra og ríkisstjórnar VG og Samfylkingarinnar að gæta jafnræðis við úthlutun veiðiheimilda í makríl og slá tvær flugur í einu höggi. Það má afla peninga til tækjakaupa fyrir Landspítalann og heilbrigðisstofnanir um land allt, sem ríkið hefur ekki lokað vegna fjárskorts, með því að bjóða upp aflaheimildir í makríl á almennum og opnum uppboðsmarkaði fyrir útgerðaraðila, fiskvinnslur og almenning og skilyrða tekjur uppboðsins fyrir veiðiheimildir í makríl 2013 til tækjakaupa á Landspítalanum og heilbrigðisstofnanir um land allt. Þannig mætti fá hugsanlega milljarða til tækjakaupa og jafnræðis gætt við úthlutun veiðiheimilda í makríl 2013. Greinina í heild má lesa hér til vinstri á vefnum undir Aðsendar greinar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7.til 14.janúar 2013.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Það fyrra varð á Bíldudalsvegi í Mikladal,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt eina veltu. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með kranabíl. Ástæða þessa óhapps voru aðstæður á vettvangi, mikil hálka. Þá varð umferðaróhapp á Urðarvegi á Ísafirði,þar varð óhapp með þeim hætti að bifreið var bakkað út á götuna í veg fyrir bifreið sem ók um Urðarveg. Öðrum ökumanninum var ekið á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Ekki var um miklar skemmdir á ökutækjum að ræða. Skemmtanahald
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. janúar 2013

Saumaklúbbarnir byrjaðir.

Konurnar í saumaklúbbnum í gærkvöldi.
Konurnar í saumaklúbbnum í gærkvöldi.
Í gærkvöld var saumaklúbbur á Krossnesi hjá Oddnýju Þórðardóttur og Úlfari Eyjólfssyni. Þetta var fyrsti klúbbur vetrarins. Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá ver skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð. Þetta er eitt af því fáa sem gert er
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. janúar 2013

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2012.

Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann.
Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann.

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2012.Alls bárust 54 umsóknir og voru veittir 19 styrkir að upphæð 3,5 Mkr. Alls .Einn styrkur kom í Árneshrepp það var til Björgunnarsveitarinnar Strandasól vegna kaupa á búnaði,það kemur sér örugglega vel því Björgunnarsveitin hefur litla möguleika á tekjuöflun tildæmis vegna flugfeldasölu og annarrar sölu vegna fólksfæðar í hreppnum. Þetta var því vel gert af Orkubúi Vestfjarða.Hér má sjá úthlutanirnar


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. janúar 2013

Það var 4- daga moktsur í Árneshrepp.

Mikinn snjó var til að moka. Mynd Vegagerðin.is
Mikinn snjó var til að moka. Mynd Vegagerðin.is
Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar voru tvo daga að opna veginn í Árneshrepp 68 km leið og aðra tvo að moka ruðninga. Snjóskófla, veghefill og minni tæki tóku þátt í þessu verkefni. Það hófst á mánudagsmorgni en klukkan 19 á þriðjudegi var búið að opna leiðina. Miðvikudag og fram á fimmtudag var síðan verið að moka og minnka ruðninga. Veghefill og vegagerðarbíll með tönn fóru sunnan að en hjólaskófla að norðan. Mikill snjór var á leiðinni sérstaklega á leiðinni úr botni Veiðileysufjarðar um Veiðileysuháls og út með Reykjarfirði langleiðina að Kjörvogi. Veghefill fór frá Hólmavík um kl. 11 á mánudagsmorgun 7. janúar og komst í botn Veiðileysufjarðar um kvöldið. Á mánudagsmorguninn fór einnig hjólaskófla á móti inn Kjörvogshlíð og komst að Sætrakleif um kvöldið. Á þriðjudagsmorgun hófst vinna kl. 6 um morguninn og var unnið til kl. 23 um kvöldið. Hjólaskóflan sem kom á móti bilaði um hádegisbilið,var þá komin inn fyrir Naustvík. En þar brotnaði plógurinn af gálganum og var því sú vél úr leik. Þrátt fyrir þetta tókst að opna leiðina um kl 19:00 um kvöldið,þeir voru ótrúlega seigir strákarnir sem í þessu stóðu. Farið var í gegnum 18 misstór snjóflóð. Ekki var allri vinnu lokið þó búið væri að stinga í gegn, gríðarlegir ruðningar voru eftir og sumstaðar þannig að vart sást út úr heflinum yfir þá, ljóst var að ekki var hægt að hverfa frá með þvílíka ruðninga var því hafist handa með að
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. janúar 2013

Rafmagnið hækkar enn.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu var hækkuð um 4% nú um áramótin, tengigjöld rafmagns voru einnig hækkuð um 4%. Hækkunin er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana á árinu 2012.

Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur. Árið 2011 var verðskrá OV fyrir dreifing raforku í þéttbýli um 4% undir settum tekjumörkum (þ.e. mátti vera 4% hærri til tekjumörkum væri náð) og um 9% undir settum tekjumörkum í dreifbýli. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.

Iðnaðarráðuneytið hefur auglýst niðurgreiðslur á orku til hitunar íbúðarhúsnæðis sem taka gildi nú um áramótin. Niðurgreiðslur til rafhitunar á veitusvæði Orkubús Vestfjarða hækka úr 4,32 kr/kWst í 4,99 kr/kWst í dreifbýli og úr 2,87 kr/kWst í 3,30 kr/kWst í þéttbýli. Nú um áramót hækkar
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
Vefumsjón