Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. febrúar 2013.
Í vikunni var lögreglunni tilkynnt um tvö umferðaróhöpp en þau voru bæði af svipuðum toga. Annað þeirra mun hafa orðið á Klettshálsi þann 19. febrúar. En þá var bifreið ekið yfir grjót sem reyndist á veginum og varð bifreiðin óökufær á eftir. Hitt óhappið mun hafa orðið í Tungudal,skammt fyrir neðan jarðgangaopið,þann 20. febrúar. En þá var fólksbifreið ekið yfir grjót sem var á veginum og við það skemmdist undirvagn bifreiðarinnar og varð hún óökufær eftir atvikið. Svo virðist sem auðir vegir hafi haft þau áhrif að ökumenn auki hraðan. En í vikunni sem leið voru alls 10 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Þessi atvik voru öll í Skutulsfirði og sá sem hraðast ók mældist á 102 km,hraða þar sem aðeins má aka á 80.
Meira
Meira