Tilraun til innblásturs/blandað á staðnum.
Meira
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Miðvikudaginn 19. hafnaði bifreið út fyrir veg í Tungudal í Skutulsfirði,ekki skemmdir á ökutæki eða slys. Ástæða óhappsins var mjög lélegt skyggni. Þann sama dag varð minniháttar óhapp við grunnskólann á Hólmavik.
Fimmtudaginn 20. varð minniháttar óhapp á Patreksfirði,ekki slys á fólki.
Föstudaginn 21. var tilkynnt um dráttarbíl með tengivagn sem lokaði veginum um Þröskulda. Björgunarsveitarmenn á Hólmavík unnu að því að aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Vegurinn var lokaður í nokkurn tíma.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur á Ísafirði.
Snorra Helgason þarf varla að kynna fyrir fólki, en við gerum það samt. Snorri ákvað 19 ára gamall að helga líf sitt tónlistinni. Þá kenndi hann sjálfum sér að spila á gítar og fór að æfa sig að semja lög. Snorri var einn af meðlimum Sprengjuhallarinnar sem tröllreið íslensku tónlistarlífi þann skamma tíma sem hún starfaði. Eftir að Sprengjuhöllin lagðist í hýði hóf Snorri að taka upp sitt eigið efni og gaf árið 2009 út plötuna "I'm Gonna Put My Name On Your Door". Árið 2011 kom svo út platan "Winter Sun" þar sem Snorri hefur náð fullkomnu valdi á list sinni. Lagasmíðarnar meitlaðar og textarnir hlaðnir merkingu og spennu. Snorri er nú kominn langt með upptökur á sinni þriðju breiðskífu sem verður gefin út síðar á þessu ári.
Á tónleikunum á Mölinni mun Snorri njóta liðsinnis Sigurlaugar Gísladóttur sem leikur á ýmis hljóðfæri og syngur.Nokkrar ær eiga að bera núna í mars í Bæ í Trékyllisvík í Árneshreppi. Þessar ær skiluðu sér ekki í hefðbundnum leitum í haust síðastliðið og náðust ekki fyrr enn í nóvember. Hrútur var með féinu og hann náðist jafnt og ærnar. Að sögn Gunnars Dalkvists bónda í Bæ hafa ærnar fengið seint í október,nú eru þrjár bornar fyrir nokkrum dögum,og aðrar þrjár munu bera á næstu dögum,og fjórar í viðbót fyrir hefðbundinn sauðburð sem er fljótlega í maí. Ekki er vitað að fé frá öðrum bæjum hafi gengið með þessu fé inní Veiðileysu
Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Einn þeirra var að aka í Vestfjarðagöngum, annar í Óshlíðargöngum og hinir tveir í Ísafjarðardjúpi.
Einn ökumaður var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum einum á Ísafirði. Sekt við slíku broti nemur krónum 15.000.- Það er því dýrt að stöðva ekki við aðstæður sem þessar.
Um miðjan dag þann 15. mars sl. var tilkynnt um vinnuslys á Bíldudal. Starfsmaður meiddist við vinnu en þó ekki lífshættulega. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Patreksfirði.
Gaskút af útigrilli sem stóð við íbúðarhús á EyrinniVeislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir. Skemmtispjall flytur Guðmundur Steingrímsson. Hljómsveitin Blek og byttur heldur að vanda uppi stuði og stemningu fram eftir nóttu.
Matseðillinn er glæsilegur að vanda enn hann hljóðar svo: Forréttir: taðreyktur lax með piparrótarsósu, heimagrafinn lax með gamaldags sinnepssósu, ferskt íslenskt rækjusalat með sherrýsósu, ítölsk brauð með hvítlauk og ólífum.
Í liðinni viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Þetta var annars vegar á Hnífsdalsvegi og hins vegar í Ísafjarðardjúpi.
Lögreglu- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu mann nokkurn við að komast á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Hann hafði dottið í göngu í Höfðadal, skammt frá Patreksfirði. Þetta var um miðjan dag þann 10. mars. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en þurfti þó að fá aðstoð læknis.