Rafmagnstruflanir og rafmagnslaust.
Meira
Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni. Eitt þeirra varð þegar bifreið lenti út af veginum við Arnarnes þann 26. febrúar. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist. Þá var bifreið ekið utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði á Ísafirði þann 28. febrúar og loks rann bifreið út af veginum í Ísafjarðardjúpi án þess að meiðsl urðu á fólki og tjón var óverulegt. Þetta var að kveldi 3. mars sl.
Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 með það fyrir augum að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki í flugslysaáætlunum og hópslysaviðbúnaði landsins og allra hagur að björgunarsveitir séu sem best búnar.
Sérstök áhersla er lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til þess að efla menntun og þjálfun björgunarsveitarmanna.Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til 12.enn úrkomulitlu veðri. Þann 13. gekk í ákveðna Norðaustanátt,einnig með úrkomulitlu veðri sem stóð fram til 17. þessa mánaðar. Eftir það gerði suðlægar vindáttir með hægviðri og hlýju veðri,enn hvassari eftir 22,og allhvasst eða hvassviðri af SV þann 27. Mánuðurinn endaði síðan með hægri austlægri og síðan suðaustlægri vindátt. Snjó tók mikið upp í þessum hlýundum og varð auð jörð á láglendi. Mánuðurinn telst mjög hlýr í heild. Úrkoman var ekki mikil þótt þurrir dagar væru ekki nema 5. í mánuðinum,úrkoma var oft enn aldrei mikil á degi hverjum.
Yfirlit dagar eða vikur: