Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 22.til 29.apríl 2013.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur,annar á Djúpvegi og hinn á Ísafirði.
Þriðjudaginn 23. apríl rétt eftir hádegi fell mikil skriða á veginn um Kjálkafjörð,þjóðveg nr. 60,rétt innan við Litlanes á vegarkafla þar sem Vegagerðin er að endurnýjan veginn. Verktakinn,Suðurverk,var að snyrta svo kallaða skeringu, sem var nokkuð há og brött,ca. 130 m.,há,þegar mikið magn af jarðvegi skreið fram og yfir veginn. Um verulegt magn af jarðvegi var að ræða eða allt að 150 þús. rúmmetrar.Meira





