Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. apríl 2013

Aðalfundur FMSV verður í Félagsheimilnu Trékyllisvík 20.apríl.

Fundurinn verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Fundurinn verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.í Árneshreppi laugardaginn 20.apríl n.k. kl.13:00. Að venju verður lítil dagskrá um ferðamál um kvöldið þar sem sjónum verður beint sérstaklega að Árneshreppi. Sigurður Atlason mun ekki gefa kost á sér til formennsku áfram og því er ljóst að nýr formaður FMSV mun taka við á aðalfundinum. Ferðaþjónustufólk á Vestfjörðum er því hvatt til að velta fyrir sér nýjum formanni úr sínum röðum. Þrír aðrir stjórnarmenn munu einnig ganga úr stjórn samkvæmt lögum félagsins. Nánari dagskrárupplýsingar verða sendar út síðar en ferðaþjónustuaðilum er bent á að taka helgina frá. Stjórn
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. apríl 2013

Ferðakynning-Þemaferðir.

Steinhringur í Orkneyjum.
Steinhringur í Orkneyjum.
1 af 2
Í tilefni þess að við höfum stofnað Ferðaskrifstofuna Þemaferðir, langar okkur að bjóða til kynningarfundar í Félagsheimilinu í Árnesi á morgun, sunnudaginn 7. apríl kl 2. Starfsemi Þemaferða verður kynnt og þeir staðir sem við förum oftast til. Sýndar verða myndir frá fyrri Skotlandsferðum og einnig verða kynntar sérstaklega sumarferðirnar 2013, Orkneyjaferð og gönguferð um Strandir og þær ferðir sem við erum að skipuleggja í nánustu framtíð
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. apríl 2013

Norðurljós í Guðríðarkirkju.

Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti laugardaginn 6. apríl næstkomandi og hefjast þeir klukkan 18.00. Hólmvíska söngdívan Heiða Ólafs kemur fram með kórnum og undirleikarar verða Kjartan Valdemarsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi kórsins verður Sigríður Óladóttir. Miðaverð 2.000.kr fyrir fullorðna og 1.000.kr fyrir börn og er tekið við greiðslukortum. Allir Strandamenn sem staddir verða syðra og á höfuðborgarsvæðinu og aðrir unnendur kórsöngs eru hvattir til
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. apríl 2013

Úthlutun eftir miðjan apríl.

Alls bárust 125 umsóknir um verkefnastyrki.
Alls bárust 125 umsóknir um verkefnastyrki.
Nú er orðið ljóst að niðurstöður Menningarráðs Vestfjarða vegna styrkumsókna árið 2013 liggja ekki fyrir fyrr en eftir miðjan apríl. Mikill fjöldi umsókna barst að þessu sinni, alls 160 umsóknir, um margvísleg og fjölbreytt verkefni. Ljóst er að umsóknir hafa sjaldan verið betri og vandaðari og fjölmargar skemmtilegar hugmyndir eru þarna á ferðinni. Úrvinnslan stendur sem hæst. Alls bárust 125 umsóknir um verkefnastyrki og er óskað eftir styrkjum að upphæð tæpar 85 milljónir. Kostnaðaráætlun þessara verkefna er alls rúmar 419 milljónir. Þá
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. apríl 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. mars til 2. apríl 2013.

Engin umferðarslys eða óhöpp urðu á vegum þrátt fyrir þá miklu umferð sem var síðustu daga.
Engin umferðarslys eða óhöpp urðu á vegum þrátt fyrir þá miklu umferð sem var síðustu daga.
Í liðinni viku og um sl. helgi sótti nokkur þúsund gesta norðanverða Vestfirði m.a. vegna Páskavikunnar og rokktónleikanna "Aldrei fór ég suður". Þá nutu þessir gesta skíðasvæðanna í Tungudal og Seljalandsdal. Gott veður setti svip sinn á þessa hátíðisdaga og virtust flestir skemmta sér vel og án alvarlegra áfalla.  

Lögreglan á Vestfjörðum lagði áherslu á að íbúar og gestir nytu öryggis í víðustum skilningi. Þannig var löggæsla efld bæði með heimamönnum og eins komu tveir reyndir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Þá varð ríkislögreglustjóri við beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um að senda hingað fíkniefnahundateymi,þ.e.a.s. lögreglumann með sér þjálfaðan fíkniefnaleitarhund. Áhersla var lögð á sýnilegt umferðareftirlit,að ökuhraði væri hófstiltur og ökumenn allsgáðir. Þá var lögð sérstök áhersla á að hafa afskipti af þeim sem líklegir væru til að höndla með fíkniefni.

Þrátt fyrir
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. apríl 2013

Fyrsti báturinn búin að leggja grásleppunet.

Stekkur ST 70 lagði net fyrstur báta.
Stekkur ST 70 lagði net fyrstur báta.
Á laugardaginn 30. mars  lagði fyrsti grásleppubáturinn net,en það var báturinn Stekkur ST 70. Von er á fleiri bátum sem ætla að stunda grásleppuveiðar frá Norðurfirði,það eru allavega bátarnir Sörli ÍS 66 og Unnur ÍS 300,sem koma að vestan,þá mun heimabáturinn Óskar III ST 40 leggja einhver net,en það er Gunnsteinn Gíslason sem á þann bát,en Gunnsteinn mun einnig verka grásleppuhrognin af hinum bátunum. Grásleppuveiðar máttu hefjast 20. mars síðastliðinn. Frámuna
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. apríl 2013

Yfirlit yfir veðrið í mars 2013.

Álftir við Hjallskerin í Ávíkinni 30-03-2013.
Álftir við Hjallskerin í Ávíkinni 30-03-2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með vestlægum eða norðlægum vindum með nokkrum hita,en kólnaði síðan snögglega. Um kvöldið þann 3. gekk í Norðan og síðan Norðaustan áhlaup með snjókomu og talsverðu frosti,þetta veður stóð í fjóra daga. Eftir það voru vestlægar eða suðlægar eða breytilegar vindáttir,oftast með hita yfir frostmarki. Frá 14. til 18. voru austlægar vindáttir með nokkru frosti. Norðaustan hvassviðri var þann 19.og 20.,með snjókomu eða éljum,lítið festi í byggð. Frá 22. til 31. var hægviðri með næstum úrkomulausu veðri.

Úrkoman var mjög lítil í mánuðinum. Mánuðurinn var með kaldara móti,oft talsvert frost á nóttinni en lofthiti yfir daginn.

Nokkuð var um rafmagnstruflanir og eða rafmagnsleysi í veðrinu fjórða til áttunda,aðallega vegna ísingar og seltu.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. mars 2013

Páskabingó.

Páskabingó laugardaginn 30 mars kl:14:00.
Páskabingó laugardaginn 30 mars kl:14:00.
Hið árlega páskabingó foreldrafélags Finnbogastaðaskóla verður haldið í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík laugadaginn 30. mars og hefst bingóið klukkan tvö (14:00). Góðir vinningar eru í boði. Allur ágóði af bingóinu rennur í ferðasjóð nemenda við Finnbogastaðaskóla. Foreldrafélag Finnbogastaðaskóla vonast
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. mars 2013

Tilraun til innblásturs/blandað á staðnum.

Ritlistarnemarnir fyrir utan Gistiheimilið ásamt Vígdísi Grímsdóttur.
Ritlistarnemarnir fyrir utan Gistiheimilið ásamt Vígdísi Grímsdóttur.
1 af 2
Þann 21. mars komu hingað í Árneshrepp 23 meistaranemar í ritlist frá Háskóla Íslands. Þeir dvöldu í Norðurfirði í fimm daga við skapandi skrif sem Vigdís Grímsdóttir rithöfundar hafði umsjón með. Vigdís segir fólkið hafa verið einstaklega skemmtilegt og gefandi og að tíminn með því hafi verið ógleymanlegur. "Já, stemmningin hefur verið bæði rífandi og hrífandi svo vægt sé til orða tekið. Þau hafa svo sannarlega leikið ritlistir sínar hérna í Kaffihúsinu frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin. Það var sko ekkert slegið af og ekkert gefið eftir. Þau sváfu raunar varla nema rétt blánóttina, en notuðu allan frítíma sem þau höfðu til að njóta sín hérna í sveitinni. Þetta voru sko góðir og kraftmiklir gestir sem kunnu ekki bara að skapa heldur að gefa líka" segir Vigdís.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. mars 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. mars 2013.

 Minniháttar óhapp varð við grunnskólann á Hólmavik í liðinni viku.
Minniháttar óhapp varð við grunnskólann á Hólmavik í liðinni viku.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í síðustu viku á Djúpvegi í Álftafirði.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Miðvikudaginn 19. hafnaði bifreið út fyrir veg í Tungudal í Skutulsfirði,ekki skemmdir á ökutæki eða slys. Ástæða óhappsins var mjög lélegt skyggni. Þann sama dag varð minniháttar óhapp við grunnskólann á Hólmavik.

Fimmtudaginn 20. varð minniháttar óhapp á Patreksfirði,ekki slys á fólki.

Föstudaginn 21. var tilkynnt um dráttarbíl með tengivagn sem lokaði veginum um Þröskulda. Björgunarsveitarmenn á Hólmavík unnu að því að aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Vegurinn var lokaður í  nokkurn tíma.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur á Ísafirði.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
Vefumsjón