Aðalfundur FMSV verður í Félagsheimilnu Trékyllisvík 20.apríl.
Meira
Lögreglan á Vestfjörðum lagði áherslu á að íbúar og gestir nytu öryggis í víðustum skilningi. Þannig var löggæsla efld bæði með heimamönnum og eins komu tveir reyndir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Þá varð ríkislögreglustjóri við beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um að senda hingað fíkniefnahundateymi,þ.e.a.s. lögreglumann með sér þjálfaðan fíkniefnaleitarhund. Áhersla var lögð á sýnilegt umferðareftirlit,að ökuhraði væri hófstiltur og ökumenn allsgáðir. Þá var lögð sérstök áhersla á að hafa afskipti af þeim sem líklegir væru til að höndla með fíkniefni.
Þrátt fyrirMánuðurinn byrjaði með vestlægum eða norðlægum vindum með nokkrum hita,en kólnaði síðan snögglega. Um kvöldið þann 3. gekk í Norðan og síðan Norðaustan áhlaup með snjókomu og talsverðu frosti,þetta veður stóð í fjóra daga. Eftir það voru vestlægar eða suðlægar eða breytilegar vindáttir,oftast með hita yfir frostmarki. Frá 14. til 18. voru austlægar vindáttir með nokkru frosti. Norðaustan hvassviðri var þann 19.og 20.,með snjókomu eða éljum,lítið festi í byggð. Frá 22. til 31. var hægviðri með næstum úrkomulausu veðri.
Úrkoman var mjög lítil í mánuðinum. Mánuðurinn var með kaldara móti,oft talsvert frost á nóttinni en lofthiti yfir daginn.
Nokkuð var um rafmagnstruflanir og eða rafmagnsleysi í veðrinu fjórða til áttunda,aðallega vegna ísingar og seltu.
Yfirlit dagar eða vikur:
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Miðvikudaginn 19. hafnaði bifreið út fyrir veg í Tungudal í Skutulsfirði,ekki skemmdir á ökutæki eða slys. Ástæða óhappsins var mjög lélegt skyggni. Þann sama dag varð minniháttar óhapp við grunnskólann á Hólmavik.
Fimmtudaginn 20. varð minniháttar óhapp á Patreksfirði,ekki slys á fólki.
Föstudaginn 21. var tilkynnt um dráttarbíl með tengivagn sem lokaði veginum um Þröskulda. Björgunarsveitarmenn á Hólmavík unnu að því að aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Vegurinn var lokaður í nokkurn tíma.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur á Ísafirði.