Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Kjosturett.is fer gríðarlega vel af stað.

Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu.
Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu.
1 af 2
Ný, óháð vefsíða, www.kjosturett.is, er komin í loftið. Þar geta kjósendur fundið upplýsingar um stefnu allra þeirra 15 flokka og framboða sem bjóða fram lista til Alþingis í komandi kosningum 27. apríl.
 

Á fyrsta sólarhringnum hafa um 6.200 heimsótt vefinn, sem jafngildir því að hann sé u.þ.b. 15. vinsælasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Moedernus.is.

 

Þetta jafngildir líka því að þriðjungur þeirra 18.670 sem nú kjósa til Alþingis í fyrsta sinn hafi heimsótt vefinn á einum sólarhring.


Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu. 
 
Síðan er hugsuð sem hlutlaus upplýsingamiðill um kosningar fyrir almenning í landinu. Mikið er lagt upp úr því að upplýsingarnar séu samræmdar og aðgengilegar. Á síðunni má finna stefnu framboðanna 15 í 11 málaflokkum, auk hagnýtra upplýsinga og tengla.
 
Slagorð síðunnar er: Taktu upplýsta ákvörðun - kjóstu rétt.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Nýr óháður kosningavefur fyrir almenning.

Ragnar Þór Valgeirsson vefsmiður, Kristján Ingi Mikaelsson forritari og Ásgeir Vísir grafískur hönnuður.
Ragnar Þór Valgeirsson vefsmiður, Kristján Ingi Mikaelsson forritari og Ásgeir Vísir grafískur hönnuður.
1 af 3

Ný, óháð vefsíða, www.kjosturett.is, er komin í loftið. Þar geta kjósendur fundið upplýsingar um stefnu allra þeirra 15 flokka og framboða sem bjóða fram lista til Alþingis í komandi kosningum 27. apríl.
 
Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu. 
 
Síðan er hugsuð sem hlutlaus upplýsingamiðill um kosningar fyrir almenning í landinu. Mikið er lagt upp úr því að upplýsingarnar séu samræmdar og aðgengilegar. Á síðunni má finna stefnu framboðanna 15 í 11 málaflokkum, auk hagnýtra upplýsinga og tengla.
 
Slagorð síðunnar er: Taktu upplýsta ákvörðun - kjóstu rétt.
 
Þrír ungir menn standa að baki síðunni; Ragnar Þór Valgeirsson vefsmiður, Kristján Ingi Mikaelsson forritari og Ásgeir Vísir grafískur hönnuður.
Kristján Ingi og Ragnar Þór stunda nám við Verzlunarskóla Íslands en eru jafnframt liðtækir í vefsíðugerð. Þeir standa meðal annars að rafræna skiptibókamarkaðnum www.skipta.is.  Ásgeir Vísir er nýútskrifaður grafískur hönnuður og fyrrverandi nemi við Verzlunarskólann.
 
Kveikjan að síðunni var sú upplifun þeirra Ragnars Þórs, Kristjáns Inga og fleiri ungmenna, að erfitt væri að átta sig á stefnu allra þeirra flokka og framboða sem í boði eru. Þeir ákváðu að grípa til sinna ráða og bera saman flokka og framboð með skipulegum hætti. www.kjosturett.is er afrakstur þess.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. apríl 2013

Fallegt veður í dag.

Séð til Trékyllisvíkur og Mela. Árnesfjall og Urðartindur.
Séð til Trékyllisvíkur og Mela. Árnesfjall og Urðartindur.
1 af 3
Loksins gerði fallegt veður hér í Árneshreppi,fyrir hádegi var orðið léttskýjað þótt einhverjir éljabakkar væru austan til við Húnaflóann. Búin er að vera þræsingur og leiðinlegt veður með éljum og jafnvel snjókomu eins og í gær,og dálítill snjór ennþá á láglendi. Vika er nú í sumardaginn fyrsta og ekki lítur út samkvæmt veðurspám að verði nein hlýindi hér næstu daga ef undanskilið er að hlýni aðeins á morgum með suðausanátt og rigningu,en strax á laugardag verður suðvestanátt með skúrum eða éljum,og á sunnudag norðlæg vindátt með éljum,og eftir helgina er spáð auslægum eða norðlægum áttum með slyddu eða jafnvel snjókomu. Þannig að vorverkin hjá bændum ætla að dragast fram í maí,eins og að vinna á túnum og þessáttar fyrir sauðburð. Þung fært
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013

Skráning í mat rennur út í kvöld.

Skráning í mat rennur út í kvöld.
Skráning í mat rennur út í kvöld.
Þar sem það er erfitt að kyngja því að það verði jafn bágborin þátttaka á aðalfund Ferðamálasamtakanna sem haldinn verður um helgina í Félagsheimilinu í Trékyllisvík, og það lítur út fyrir miðað við skráningu í mat, þá er ítrekað að frestur til að tilkynna skráningu í mat fyrir aðalfundarhelgi Ferðamálasamtakanna rennur út í kvöld. Þetta þarf að gera tíman lega vegna þess að það er ekki hlaupið að því að gera mikil innkaup fyrir skipuleggjendur eldhússins. Í mötuneytinu verður boðið upp á Kvöldverð á föstudagskvöldið
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013

Jöfnum stöðuna.

ÓlínaÞorvarðardóttir.
ÓlínaÞorvarðardóttir.
Aðsend grein: Ólína Þorvarðardóttir!
Vestfirðir eru svæði sem býr yfir ótal tækifærum, mannauði, dýrmætum auðlindum á borð við fiskinn í sjónum og sjálfa náttúruna sem felur í sér mikla möguleika til atvinnusköpunar ekki síst á sviði ferðaþjónustu, náttúruskoðunar, menningar  - að ónefndri sjálfri undirstöðuatvinnugrein okkar sem er sjávarútvegurinn.

 

En við stöndum við frammi fyrir áskorunum. Við búum á harðbýlu svæði þar sem fólki fækkar og atvinnulíf á erfitt uppdráttar. Samgöngur eru strjálar, raforkan ótrygg. Vestfirðir eru landsvæði sem þarf að sækja fram. Við erum svokallað varnarsvæði sem býr við ýmsar tálmanir en þær eru allar yfirstíganlegar, ef rétt er haldið á spilum og  ef rétt er gefið úr stokknum.

 

Höfuðborgin sogar til sín bæði fjármagn og fólk.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013

Urðartindur fær styrk úr AVS-sjóði.

Smáhýsi Urðartinds í Norðurfirði.
Smáhýsi Urðartinds í Norðurfirði.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði nýverið úr svokölluðum AVS-sjóði til atvinnuþróunar og nýsköpunar í sjávarbyggðum. Ríflega sautján milljónum króna var úthlutað að þessu sinni til níu verkefna þar af einu á Vestfjörðum, Urðartindi ehf., í Norðurfirði á Ströndum,sem fékk styrk upp á 2.milljónir króna til þróunar siglinga með ferðamenn á Hornstrandir. Í fyrra fékk Urðartindur ehf. styrk frá Ferðamálastofu upp á hálfa milljón króna vegna smíði á grillhúsi í Norðurfirði.

Urðartindur ehf., hefur á undanförnum árum staðið að uppbyggingu
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. apríl 2013

Burtfarartónleikar Árnýjar Bjarkar í Háteigskirkju.

Árný Björk Björnsdóttir frá Melum.
Árný Björk Björnsdóttir frá Melum.
1 af 2
Sveitungar og samferðamenn, nær og fjær athugið!
Föstudagskvöldið 19. apríl næstkomandi, mun sópransöngkonan Árný Björk Björnsdóttir frá Melum í Trékyllisvík halda burtfarartónleika í Háteigskirkju. Munu tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og snert verður á ýmsum gullmolum tónlistarsögunnar og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á tónleikunum koma einnig fram þær Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran og Ellen Björg Björnsdóttir. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Að
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2013

Dagskrá aðalfundarhelgar FMSV 20. apríl 2013.

Meðfylgjandi er kort af Árneshreppi með helstu staðsetningum.
Meðfylgjandi er kort af Árneshreppi með helstu staðsetningum.
Næstkomandi helgi verður aðalfundarhelgi FMSV. Dagskráin hefst í Félagsheimilinu Árnesi á föstudagskvöld kl. 20:00 þar sem verður kynning á ferðaþjónustu í Árneshreppi. Boðið verður upp á léttan kvöldverð frá kl. 19:00 í félagshemilinu en mötuneyti helgarinnar verður einnig þar til húsa. Aðalfundur Vesturferða verður kl. 10:00 á laugardagsmorgun og aðalfundur FMSV kl. 13:00. Seinnipart laugardags verður farin hópferð um sveitina með heimamönnum. Þeir sem ætla að mæta á dagskrána skulu bóka sig í gistingu á einhverjum eftirtöldum stöðum:Gistihemilið Bergistanga Norðurfirði - S: 451 4003Urðartindi Norðurfirði - S: 843 8110Hótel Djúpavík -S: 451 4037.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 8. til 14. apríl 2013.

Í vikunni var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í vikunni var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í vikunni var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 11.apríl,minniháttar óhapp á Ísafirði,litlar skemmdir á ökutæki. Laugardaginn 13. apríl tilkynnt um tvö óhöpp,það fyrra á Bíldudalsvegi á Hálfdán,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,ekki slys á fólki,talsvert eigarnarstjón. Hið síðara á Djúpvegi í Álftafirði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,tjón á bifreið,ekki slys á fólki.  Þessi óhöpp má fyrst og fremst rekja til lélegra akstursskilyrða. Lögregla hvetur ökumenn til að kynna sér aðstæður
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. apríl 2013

Blýantsteiknar myndir!

Gjögurviti teikning Rúnar S Kristinsson.
Gjögurviti teikning Rúnar S Kristinsson.
1 af 3
Rúnar Sörenssen Kristinsson sem kennir sig oft við Gjögur,en kona hans er Guðrún E Karlsdóttur Thorarensen og þau dvelja mikið í sumarhúsi sínu Karlshúsi á sumrin ásamt systkinum Guðrúnar,annars búa þau í Mosfellsbæ.

Rúnar S tók upp á því í frístundum að blýantsteikna myndir eftir ljósmyndum,fréttamaður hélt fyrst að hann hefði lært tölvuteikningu,eða væri með sér forrit fyrir teikningu.„Að sögn Rúnars er hann einungis með venjulegan skólablýant við þessa iðju,hann segist taka myndir oft af vefnum Litlahjalla,myndum af húsum í Árneshreppi einnig segist hann taka myndir sjálfur á sumrin fyrir norðan."

Hér koma þrjár myndir eftir Rúnar enn þær
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
Vefumsjón