Kjosturett.is fer gríðarlega vel af stað.
Á fyrsta sólarhringnum hafa um 6.200 heimsótt vefinn, sem jafngildir því að hann sé u.þ.b. 15. vinsælasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Moedernus.is.
Þetta jafngildir líka því að þriðjungur þeirra 18.670 sem nú kjósa til Alþingis í fyrsta sinn hafi heimsótt vefinn á einum sólarhring.
Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu.
Síðan er hugsuð sem hlutlaus upplýsingamiðill um kosningar fyrir almenning í landinu. Mikið er lagt upp úr því að upplýsingarnar séu samræmdar og aðgengilegar. Á síðunni má finna stefnu framboðanna 15 í 11 málaflokkum, auk hagnýtra upplýsinga og tengla.
Slagorð síðunnar er: Taktu upplýsta ákvörðun - kjóstu rétt.
Meira