Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013 Prenta

Framlög Menningarráðs Vestfjarða til menningarstarfsemi 2013.

 Að þessu sinni var úthlutað 16,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki og 23,1 milljón í verkefnastyrki.
Að þessu sinni var úthlutað 16,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki og 23,1 milljón í verkefnastyrki.

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við úthlutun styrkja fyrir árið 2013 og eru niðurstöður nokkuð fyrr á ferðinni en síðustu ár. Umsóknir til ráðsins hafa aldrei verið fleiri en nú eða 160 samtals. Jafnframt hafa gæði umsókna líklega aldrei verið meiri en nú. Margvísleg menningarstarfsemi fær stuðning og er ánægjulegt að sjá þá grósku og hugmyndaauðgi sem einkennir menningarlífið á Vestfjörðum.

Menningarráð Vestfjarða þakkar öllum umsækjendum kærlega fyrir umsóknir sínar og óskar þeim velfarnaðar. Það er von ráðsins að sem allra flestar hugmyndir verði að veruleika og efli og styrki mannlíf og byggð á Vestfjörðum. Framlög Menningarráðsins skiptast í tvo flokka, annars vegar eru veittir stofn- og rekstrarstyrkir til stofnanna, félaga og fyrirtækja á sviði menningarstarfsemi og hins vegar eru veittir verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna.
Eftirtaldar stofnanir, félög og fyrirtæki fengu stofn- og rekstrarstyrk árið 2013 (í sviga er yfirskrift umsókna og upphæð framlagsins frá Menningarráði er aftast):

Melrakkasetur Íslands ehf (Melrakkasetur Íslands - aukin verkefni í náttúru- og menningartengdri ferðaþjónustu) - 1.500.000.-

Strandagaldur ses (Galdrasýning á Ströndum - rekstrarstyrkur) - 1.500.000.-

Menningarmiðstöðin Edinborg (Menningarmiðstöðin Edinborg: Öflugri - alþjóðlegri - betri) - 1.200.000.-
Félag áhugamanna um skrímslasetur (Skrímslasetrið stofn- og rekstrarstyrkur) - 1.200.000.-
Minjasafn Egils Ólafssonar (Minjasafn Egils Ólafssonar) - 1.200.000.-
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum) - 1.200.000.-
Sauðfjársetur á Ströndum (Sauðfjársetur á Ströndum - húsnæði og fastasýning) - 1.200.000.-
Byggðasafn Vestfjarða (Varðveisla báta Byggðasafns Vestfjarða) - 1.200.000.-
Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar (Endurgerð varðveisluverðra báta við Breiðafjörð) - 1.200.000.-
Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal (Endurgerð húss Samúels og viðgerðir að Brautarholti í Selárdal) - 1.200.000.-

Kvikmyndaklúbburinn Kittý (Stafrænt sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó Patreksfirði) - 1.000.000.-

Frændgarður ehf (Sýning á Brjánslæk um Hrafna-Flóka og Surtarbrandsgil) - 800.000.-

Áhugamannafélagið Göltur (Menningartengd ferðaþjónusta á Galtarvita) - 500.000.-
Dellusafnið ehf (Dellusafnið á Flateyri - rekstur og stofnkostnaður) - 500.000.-
Ósvör - Sjóminjasafn (Endurbætur og vinna við sjóminjasafnið Ósvör) - 500.000.-
Listasafn Ísafjarðar (Sýningarhald Listasafnsins, auknir möguleikar) - 500.000.-

Eftirfarandi verkefni fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða 2013 (heiti verkefnis er fremst, í sviga er umsækjandi og upphæð er aftast).

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda) - 1.000.000
Act alone 2013 (Act alone) - 1.000.000.-
11. tónlistarhátíðin Við Djúpið 2013 (Við Djúpið, félag) - 1.000.000.-
Aldrei fór ég suður - tónlistarhátíð á Ísafirði páskana 2013 (Aldrei fór ég suður, félag) - 1.000.000.-
Rauðasandur Festival 2013 (Rauðasandur Festival) - 1.000.000.-
Starf og viðburðir í Menningarmiðstöðinni Edinborg árið 2013 (Menningarmiðstöðin Edinborg) - 1.000.000.-

Mölin - Tónleikaröð (Björn Kristjánsson) - 800.000.-
Námskeið - leiklist, dans og söngleikur (Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar) - 800.000.-

Fjalla-Eyvindur og Halla, leikrit (Kómedíuleikhúsið) - 600.000.-

Í byrjun tveggja alda (Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar) - 500.000.-
Hrafn Sveinbjarnarson - höfðingi, pílagrímur og læknir (Valdimar J. Halldórsson) - 500.000.-
Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró - Tónlistarhátíð) - 500.000.-
WAF - Westfjord ArtFest 2013 (Litli Vísir ehf) - 500.000.-
Jón Indíafari söngleikur (Vestfirska skemmtifélagið) - 500.000.-
Saga hvalveiða á Langeyri (Vilborg Arnarsdóttir) - 500.000.-
Heimildamynd um Ísafjörð (Guðmundur Tryggvi Ásbergsson) - 500.000.-
Inndjúpið (Hugveitan ehf) - 500.000.-
Fjallabræður á tónleikum - heimildamynd (Gláma) - 500.000.-
Lúðrasveitin hennar Maríu - heimildamynd (Haukur Sigurðsson) - 500.000.-
Sigvaldi Kaldalóns leiksýning (Kómedíuleikhúsið) - 500.000.-
Galdrastafir (Ragnar Ingi Hrafnkelsson & Smári Gunnarsson) - 500.000.-
Baunagrasið 2013 (Baunagrasið Bildudal) - 500.000.-

Hafmaður - Skrímsli í raunstærð (Félag áhugamanna um Skrímslasetur) - 400.000.-
O Flateyri moje! (Arnaldur Máni Finnsson/Lab Loki) - 400.000.-
Hugprúði Bolvíkingurinn (Einarshúsið ehf) - 400.000.-
Afmælishátíð Minjasafns Egils Ólafssonar (Minjasafn Egils Ólafssonar) - 400.000.-
Frönsku fiskimennirnir á faraldsfæti (Látraröst ehf) - 400.000.-
Námskeið fyrir menntaskólastúlkur í gerð þjóðbúninga (Þjóðbúningafélag Vestfjarða) - 400.000.-
Bátasmíði - arfur fortíðar (Eggert Björnsson) - 400.000.-
Handritin alla leið heim - afhending Kvæðabókar úr Vigur (Byggðasafn Vestfjarða, Félagsbúið Vigur, Stofnun Árna Magnússonar) - 400.000.-

List á Vestfjörðum 2013 - tímarit (Félag vestfirskra listamanna) - 300.000.-
Trommur og töfrateppi (Soffía Vagnsdóttir)  - 300.000.-
Húsin í bænum (Sigurjón J. Sigurðsson og Sigurður Pétursson) - 300.000.-
Heyrðu mig nú önnur þáttaröð (Fjölnir Már Baldursson) - 300.000.-
International residency of artists in Þingeyri autumn 2013 (Simbahöllin ehf) - 300.000.-
Sunnukórinn 80 ára - sögusýning (Sunnukórinn) - 300.000.-
Maska - Ljósmyndasýning um grímubúningahefð á norðanverðum Vestfjörðum frá 1900 til 1950 (Sigurður Gunnarsson) - 300.000.-

Menningar og sögusýning í Skálavík (Bæring Freyr Gunnarsson) - 250.000.-
Leiksýningin Félegt fés (Leikfélag Bolungarvíkur) - 250.000.-
Leikritið Saumastofan (Leikfélag Flateyrar) - 250.000.-
Gúttó - Hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár (Litli leikklúbburinn) - 250.000.-
Uppsetning á leikritinu Makalaus sambúð og leikferð um Vestfirði (Leikfélag Hólmavíkur) - 250.000.-
Handverk og hönnun í héraði - ráðstefna og vinnusmiðja (Strandakúnst) - 250.000.-

Búðarvísur - boðið til stofutónleika (Ingunn Ósk Sturludóttir) - 200.000.-
15 bátar og einn slippur (Byggðasafn Vestfjarða) - 200.000.-
RÚN galdraskræða (Strandagaldur ses) - 200.000.-
Amrandasláttur í dögun (Jón Sigurpálsson) - 200.000.-
Fimmta árlega húmorsþingið og vetrarhátíð (Þjóðfræðistofa) - 200.000.-
Stefnumót við listamenn - Þæfðar myndir og listaverk (Sauðfjársetur á Ströndum) - 200.000.-
Sýning um sögu, mannlíf, náttúru á Grænlandi og tengsl Íslands og Grænlands (Undirb.félag um stofnun Grænlandsseturs í Bolungarvík) 200.000.-

Námskeiðsferna Litla leikklúbbsins (Litli leikklúbburinn) - 150.000.-
Steypa - Ljósmyndasýning með alþjóðlegum þátttakendum (Claus Daublebsky von Sterneck) - 150.000.-

Pólsk kvikmyndahátíð 5.-11. maí (Arnaldur Máni Finnsson) - 100.000.-
Götulist á Ísafirði (Rögnvaldur Skúli Árnason) - 100.000.-
Horft til baka (Björn Baldursson) - 100.000.-
Vídeóverk í glugga (Gunnar Jónsson) - 100.000.-
Flogið til Ísafjarðar (Sögufélag Ísfirðinga) - 100.000.-

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón