Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013

Skráning í mat rennur út í kvöld.

Skráning í mat rennur út í kvöld.
Skráning í mat rennur út í kvöld.
Þar sem það er erfitt að kyngja því að það verði jafn bágborin þátttaka á aðalfund Ferðamálasamtakanna sem haldinn verður um helgina í Félagsheimilinu í Trékyllisvík, og það lítur út fyrir miðað við skráningu í mat, þá er ítrekað að frestur til að tilkynna skráningu í mat fyrir aðalfundarhelgi Ferðamálasamtakanna rennur út í kvöld. Þetta þarf að gera tíman lega vegna þess að það er ekki hlaupið að því að gera mikil innkaup fyrir skipuleggjendur eldhússins. Í mötuneytinu verður boðið upp á Kvöldverð á föstudagskvöldið
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013

Jöfnum stöðuna.

ÓlínaÞorvarðardóttir.
ÓlínaÞorvarðardóttir.
Aðsend grein: Ólína Þorvarðardóttir!
Vestfirðir eru svæði sem býr yfir ótal tækifærum, mannauði, dýrmætum auðlindum á borð við fiskinn í sjónum og sjálfa náttúruna sem felur í sér mikla möguleika til atvinnusköpunar ekki síst á sviði ferðaþjónustu, náttúruskoðunar, menningar  - að ónefndri sjálfri undirstöðuatvinnugrein okkar sem er sjávarútvegurinn.

 

En við stöndum við frammi fyrir áskorunum. Við búum á harðbýlu svæði þar sem fólki fækkar og atvinnulíf á erfitt uppdráttar. Samgöngur eru strjálar, raforkan ótrygg. Vestfirðir eru landsvæði sem þarf að sækja fram. Við erum svokallað varnarsvæði sem býr við ýmsar tálmanir en þær eru allar yfirstíganlegar, ef rétt er haldið á spilum og  ef rétt er gefið úr stokknum.

 

Höfuðborgin sogar til sín bæði fjármagn og fólk.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. apríl 2013

Urðartindur fær styrk úr AVS-sjóði.

Smáhýsi Urðartinds í Norðurfirði.
Smáhýsi Urðartinds í Norðurfirði.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði nýverið úr svokölluðum AVS-sjóði til atvinnuþróunar og nýsköpunar í sjávarbyggðum. Ríflega sautján milljónum króna var úthlutað að þessu sinni til níu verkefna þar af einu á Vestfjörðum, Urðartindi ehf., í Norðurfirði á Ströndum,sem fékk styrk upp á 2.milljónir króna til þróunar siglinga með ferðamenn á Hornstrandir. Í fyrra fékk Urðartindur ehf. styrk frá Ferðamálastofu upp á hálfa milljón króna vegna smíði á grillhúsi í Norðurfirði.

Urðartindur ehf., hefur á undanförnum árum staðið að uppbyggingu
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. apríl 2013

Burtfarartónleikar Árnýjar Bjarkar í Háteigskirkju.

Árný Björk Björnsdóttir frá Melum.
Árný Björk Björnsdóttir frá Melum.
1 af 2
Sveitungar og samferðamenn, nær og fjær athugið!
Föstudagskvöldið 19. apríl næstkomandi, mun sópransöngkonan Árný Björk Björnsdóttir frá Melum í Trékyllisvík halda burtfarartónleika í Háteigskirkju. Munu tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og snert verður á ýmsum gullmolum tónlistarsögunnar og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á tónleikunum koma einnig fram þær Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran og Ellen Björg Björnsdóttir. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Að
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2013

Dagskrá aðalfundarhelgar FMSV 20. apríl 2013.

Meðfylgjandi er kort af Árneshreppi með helstu staðsetningum.
Meðfylgjandi er kort af Árneshreppi með helstu staðsetningum.
Næstkomandi helgi verður aðalfundarhelgi FMSV. Dagskráin hefst í Félagsheimilinu Árnesi á föstudagskvöld kl. 20:00 þar sem verður kynning á ferðaþjónustu í Árneshreppi. Boðið verður upp á léttan kvöldverð frá kl. 19:00 í félagshemilinu en mötuneyti helgarinnar verður einnig þar til húsa. Aðalfundur Vesturferða verður kl. 10:00 á laugardagsmorgun og aðalfundur FMSV kl. 13:00. Seinnipart laugardags verður farin hópferð um sveitina með heimamönnum. Þeir sem ætla að mæta á dagskrána skulu bóka sig í gistingu á einhverjum eftirtöldum stöðum:Gistihemilið Bergistanga Norðurfirði - S: 451 4003Urðartindi Norðurfirði - S: 843 8110Hótel Djúpavík -S: 451 4037.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. apríl 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 8. til 14. apríl 2013.

Í vikunni var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í vikunni var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í vikunni var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp til lögreglunnar á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 11.apríl,minniháttar óhapp á Ísafirði,litlar skemmdir á ökutæki. Laugardaginn 13. apríl tilkynnt um tvö óhöpp,það fyrra á Bíldudalsvegi á Hálfdán,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,ekki slys á fólki,talsvert eigarnarstjón. Hið síðara á Djúpvegi í Álftafirði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,tjón á bifreið,ekki slys á fólki.  Þessi óhöpp má fyrst og fremst rekja til lélegra akstursskilyrða. Lögregla hvetur ökumenn til að kynna sér aðstæður
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. apríl 2013

Blýantsteiknar myndir!

Gjögurviti teikning Rúnar S Kristinsson.
Gjögurviti teikning Rúnar S Kristinsson.
1 af 3
Rúnar Sörenssen Kristinsson sem kennir sig oft við Gjögur,en kona hans er Guðrún E Karlsdóttur Thorarensen og þau dvelja mikið í sumarhúsi sínu Karlshúsi á sumrin ásamt systkinum Guðrúnar,annars búa þau í Mosfellsbæ.

Rúnar S tók upp á því í frístundum að blýantsteikna myndir eftir ljósmyndum,fréttamaður hélt fyrst að hann hefði lært tölvuteikningu,eða væri með sér forrit fyrir teikningu.„Að sögn Rúnars er hann einungis með venjulegan skólablýant við þessa iðju,hann segist taka myndir oft af vefnum Litlahjalla,myndum af húsum í Árneshreppi einnig segist hann taka myndir sjálfur á sumrin fyrir norðan."

Hér koma þrjár myndir eftir Rúnar enn þær
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. apríl 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 8. apríl 2013.

Nú fer að líða að því að tími reiðhjóla komi með hækkandi sól.
Nú fer að líða að því að tími reiðhjóla komi með hækkandi sól.
Í liðinni viku var ekkert umferðaróhapp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.  Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir  hraðakstur á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi og sá sem hraðast ók, var mældur á 139 km/klst.,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Nokkrir umráðamenn ökutækja voru kærðir vegna ólöglegra lagninga.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur  undir áhrifum  ávana- og fíkniefna.

Skemmtanahald í umdæminu fór vel fram um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.

Nú fer að líða að því að tími reiðhjóla komi með hækkandi sól. Því vill lögreglan benda foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga á mikilvægi reiðhjólahjálma og hvetur til þess að verulegt átak verði í notkun hjálma
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. apríl 2013

Framsóknarmenn funda í Félagsheimilinu Trékyllisvík.

Opinn fundur verður með frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík annað kvöld klukkan 20:00. Gunnar Bragi Sveinson ,Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir. Þau kvetja alla til að koma og ræða við frambjóðendur
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. apríl 2013

Aðalfundur FMSV verður í Félagsheimilnu Trékyllisvík 20.apríl.

Fundurinn verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Fundurinn verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.í Árneshreppi laugardaginn 20.apríl n.k. kl.13:00. Að venju verður lítil dagskrá um ferðamál um kvöldið þar sem sjónum verður beint sérstaklega að Árneshreppi. Sigurður Atlason mun ekki gefa kost á sér til formennsku áfram og því er ljóst að nýr formaður FMSV mun taka við á aðalfundinum. Ferðaþjónustufólk á Vestfjörðum er því hvatt til að velta fyrir sér nýjum formanni úr sínum röðum. Þrír aðrir stjórnarmenn munu einnig ganga úr stjórn samkvæmt lögum félagsins. Nánari dagskrárupplýsingar verða sendar út síðar en ferðaþjónustuaðilum er bent á að taka helgina frá. Stjórn
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Vefumsjón