Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. apríl 2013

Mjaldur við Bassastaði.

Mjaldur tekur stefnuna á kjörstað.
Mjaldur tekur stefnuna á kjörstað.
1 af 2
Mjaldur var að damla við Bekkina á Bassastöðum í morgun  um tíu leitið að morgni kjördags voru þessar myndir teknar en  þá var hann að leggja af stað að kjósa á Drangsnesi en líklega verður hann að kæra sig inn á kjörskrá því ekki var tekið eftir honum þar við yfirferð sveitarstjórnar  fyrir skömmu,hann er bæði þéttur á velli og sakleysislegur og svipar mjög til Sigmundar Davíðs enda lét hann ekki myndasmiðinn hafa nein  áhrif á stefnuna hélt bara sínu striki einbeittur hvernig sem að honum var sótt. Mjaldurinn er mjög sjaldséður við Ísland  heldur sig mest í norður Íshafinu enda vel feitur en fitan er líklega
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. apríl 2013

Hvassviðri eða stormur á morgun.

Mjög slæmu veðri er spáð á morgun.
Mjög slæmu veðri er spáð á morgun.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra hljóðar uppá Norðan 8 til 13 m/s í kvöld með slyddu í kvöld og í nótt og á morgun er spáð  norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og slæmu ferðaveðri,segir í veðurspá Veðurstofu Íslands. Atkvæði úr Árneshreppi ættu nú að sleppa suður í Borgarnes áður en veður versnar fyrir alvöru í kvöld,það er oft búið að kjósa hér í Árneshreppi snemma eða uppúr nóni eða ekki seinna en um fimmleitið. Vegur
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. apríl 2013

Gleðilegt sumar! Vetur og sumar frusu saman.

Norðurfjörður-Krossnesfjall.Það er ekki sumarlegt í Árneshreppi á sumardaginn fyrsta.
Norðurfjörður-Krossnesfjall.Það er ekki sumarlegt í Árneshreppi á sumardaginn fyrsta.
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi á bilinu 19. til 25. apríl. Um fyrsta sumardag er getið þegar í elstu heimildum. Vikan var helsta tímaeining í gamla íslenska tímatalinu og kann það að valda nokkru um að nafn fyrsta sumarmánaðar, hörpu, er ekki þekkt fyrr en frá 17. öld.

Nafnið virðist dregið af vorhörkum, en síðar tengist það öðrum persónugerðum mánaðaheitum og er þá litið á Hörpu sem yngismey sem piltar eiga að fagna á fyrsta degi. Sumarblóta er lítillega getið í frásögnum af heiðnum sið. Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum.

Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur "frýs saman" aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Segir í sögu daganna.

Hér á Ströndum fraus saman vetur og sumar,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Kjörstaður opnaður kl 10:00.

Kosið verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Kosið verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Tilkynning frá kjörstjórn Árneshrepps vegna alþingiskosninganna laugardaginn 27. apríl 2013. Kjörstaður verður í Félagsheimilinu Árnesi Trékyllisvík. Kjörstaður verður opnaður klukkan 10:00 að morgni kjördags. Á kjörskrá eru
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2013

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Vorhátíðin verður haldinn í félagsheimilinu síðasta vetrardag.
Vorhátíðin verður haldinn í félagsheimilinu síðasta vetrardag.
Vorhátíð Finnbogastaðaskóla verður haldinn hátíðleg síðasta vetrardag miðvikudaginn 24. apríl klukkan 18:00.,í Félagsheimilinu Árnesi Trékyllisvík. Boðið verður upp á góða skemmtun, mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Segir í tilkynningu frá nemendum
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 22. apríl 2013.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni sem leið. Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu.

Skemmtanahald gekk nokkuð vel  um liðna helgi, þó var ein líkamsárás kærð til lögreglu og er málið í rannsókn, annars var helgin tíðindalítil.

Þá þurfti björgunarsveit að aðstoða vegfarendur á Steingrímsfjarðarheiði um helgina. Enn og aftur vill lögregla benda vegfarendum á að kanna með færð og skoða veðurspá áður en lagt er í langferð, því enn er talsveður snjór á fjöllum og aðstæður breytast á mjög stuttum tíma. 
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2013

Ný stjórn FMSV.

Eftir aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða í Árnesi um liðna helgi voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn: Ásgerður Þorleifsdóttir, formaður, Elfar Logi Hannesson. Ísafirði, Ester Rut Unnsteinsdótir, Súðavík, Harpa Eiríksdóttir, Reykhólasveit, Jón Þórðason, Bíldudal, Nancy Bechtloff, Ísafirð, Valgeir Benediktsson, Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega!

Sólrún Jóhannesdóttir.
Sólrún Jóhannesdóttir.
Aðsend grein Sólrúnar Jóhannesardóttur frambjóðanda Lýðræðisvaktarinnar í NV kjördæmi.
Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt.  Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna.  Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum.  Á sama hátt er mikilvægt að  koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Framlög Menningarráðs Vestfjarða til menningarstarfsemi 2013.

 Að þessu sinni var úthlutað 16,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki og 23,1 milljón í verkefnastyrki.
Að þessu sinni var úthlutað 16,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki og 23,1 milljón í verkefnastyrki.
Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við úthlutun styrkja fyrir árið 2013 og eru niðurstöður nokkuð fyrr á ferðinni en síðustu ár. Umsóknir til ráðsins hafa aldrei verið fleiri en nú eða 160 samtals. Jafnframt hafa gæði umsókna líklega aldrei verið meiri en nú. Margvísleg menningarstarfsemi fær stuðning og er ánægjulegt að sjá þá grósku og hugmyndaauðgi sem einkennir menningarlífið á Vestfjörðum.

Menningarráð Vestfjarða þakkar öllum umsækjendum kærlega fyrir umsóknir sínar og óskar þeim velfarnaðar. Það er von ráðsins að sem allra flestar hugmyndir verði að veruleika og efli og styrki mannlíf og byggð á Vestfjörðum. Framlög Menningarráðsins skiptast í tvo flokka, annars vegar eru veittir stofn- og rekstrarstyrkir til stofnanna, félaga og fyrirtækja á sviði menningarstarfsemi og hins vegar eru veittir verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna.
Eftirtaldar stofnanir, félög og fyrirtæki fengu stofn- og rekstrarstyrk árið 2013 (í sviga er yfirskrift umsókna og upphæð framlagsins frá Menningarráði er aftast):


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Sérsveitin og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra aðstoða lögregluna á Vestfjörðum við þjálfun.

Sérsveit lögreglunnar.Mynd lögreglan.is
Sérsveit lögreglunnar.Mynd lögreglan.is
Sérsveitin hefur komið að þjálfun lögreglumanna hjá lögregluliðum um allt land. Á dögunum fóru nokkrir sérsveitarmenn ásamt lögreglumanni frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og bráðatækni frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, vestur á firði til þess að aðstoða lögregluna við æfingar. Mikill vilji og metnaður er til staðar hjá lögregluliðum á öllu landinu til þess að efla lögreglumenn í starfi með því að halda æfingar eins og þessa, en eins og gefur að skilja hefur niðurskurður til lögreglunnar sannarlega áhrif á fjölda slíkra æfinga. Æfð voru viðbrögð lögreglunnar við hinum ýmsu atvikum
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón