Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. maí 2013
Prenta
Orkubú Vestfjarða ohf. fær vottun.
Orkubú Vestfjarða ohf. hefur fengið vottun á gæðstjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. og nær vottunin til allrar starfseminnar. Félagið var stofnað á miðju sumri 2001 á grundvelli laga sem þá voru samþykkt á Alþingi. Það byggir á grunni eldra sameignarfélags sem var í eigu ríkis og sveitarfélaga á svæðinu. Hlutverk Orkubúsins nær til alls orkuiðnaðar á Vestfjörðum og er tilgangur þess að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum, eiga og reka vatnsorkuver, jarðvarmavirki, dísilraforkustöðvar og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til dreifingar á raforku og heitu vatni til kaupenda. Auk þess annast félagið virkjunarrannsóknir og aðrar undirbúningsrannsóknir eftir því sem ákveðið er hverju sinni. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu félagsins, www.ov.is.