Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. maí 2013
Prenta
Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6. til 13. maí 2013.
Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni. Þriðjudaginn 7. maí minniháttar óhapp á Bíldudalsvegi í Mikladal. Miðvikudaginn 8. maí varð óhapp á Súðavíkurhlíð, þar bakkaði snjóruðningstæki á bíl, minniháttar skemmdir og fimmtudaginn 9. maí minniháttar óhapp á Ísafirði. Í þessum tilfellum var um minniháttar skemmdir að ræða og ekki slys á fólki.
6 ökumenn voru stöðvaðir fyrir og hraðan akstur, einn Ísafirði og 5 ökumenn stöðvaðir á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi. Sá sem hraðast ók var mældur á 118 km þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Annars var liðin vika nokkuð tíðindalítil hjá lögreglu.