Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. maí 2013
Prenta
Sumarferð Átthagafélags Strandamanna.
Sumarferð Átthagafélags Strandamanna verður farin til Vestmannaeyja og hefst ferðin föstudaginn 21. júní næstkomandi. Farið verður frá BSÍ eftir hádegi eða kl.13:00.,keyrt verður sem leið liggur austur í Landeyjahöfn og ferjan Herjólfur tekin til eyja. Í Vestmannaeyjum mun leiðsögumaður fara með hópinn vítt og breytt um eyjarnar og helstu staðir skoðaðir,svo sem Dalurinn og Sjómynjasafnið og einnig verður farið í siglingu bæði á laugardag og sunnudag. Til lands verður haldið aftur um 14:00 með Herjólfi,en komutími á umferðamiðstöðina er óviss en verður að kvöldi sunnudagsins. Ferðin kostar 62.000,00 krónur,með fararstjórn í eyjum gistingu í uppbúnum rúmum,morgunverði og kvöldverði.