Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 4. til 11. mars 2013.
Í liðinni viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Þetta var annars vegar á Hnífsdalsvegi og hins vegar í Ísafjarðardjúpi.
Lögreglu- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu mann nokkurn við að komast á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Hann hafði dottið í göngu í Höfðadal, skammt frá Patreksfirði. Þetta var um miðjan dag þann 10. mars. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en þurfti þó að fá aðstoð læknis.
Meira





