Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaga árið 1998. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Elín Bjarnadóttir, keppnisstjóri og Kristján Bersi Ólafsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Þá er komið að því! Spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus) hefst 28. febrúar.
Sextán liða úrslit fara fram 28. febrúar og 7. mars. Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin munum við ljúka keppninni með heilmiklu húllumhæi og dansi fram á nótt.
Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos.
Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:
Meira