Arnór Magnússon umdæmisstjóri Isavia á Vestfjörðum og stjórn Björgunarsveitarinnar Strandasólar handsala gjöfina.
Björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi var boðið til móttöku á Gjögurflugvelli í gær þar sem formleg afhending fór fram á styrknum sem sveitin fékk úr styrktarsjóði Isavia. Strandasól fékk einn hæsta styrkinn úr sjóðnum, 1.400.000 og verður hann notaður til byggingar nýs húsnæðis fyrir sveitina. Sveitin þakkaði fyrir sig og sýndi teikningar af nýja húsinu.
Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 með það fyrir augum að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki í flugslysaáætlunum og hópslysaviðbúnaði landsins og allra hagur að björgunarsveitir séu sem best búnar.
Sérstök áhersla er lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til þess að efla menntun og þjálfun björgunarsveitarmanna.
Meira