Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. febrúar 2013

Hólmavík skilin eftir.

Hólmavík.
Hólmavík.
Framkvæmdastjórn HVE hefur samþykkt ályktun í tengslum við áform Símans um eflingu Ljósnets á landsbyggðinni. Ályktunin hefur verið send stjórnendum Símans og er svohljóðandi: 
Framkvæmdastjórn HVE fagnar umbótum Símans h.f. á fjarskiptakerfi sínu á þessu ári með átaki í ljósnetstengingu á landsbyggðinni. Að átaki þessu loknu njóta sjö af átta starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ljósnetstengingar sem er gríðarlegt hagsmunaatriði fyrir stofnun í heilbrigðisþjónustu þar sem vaxandi samskipti fara fram með rafrænum hætt, bæði í læknisfræðilegum og rekstrarlegum tilgangi. Aðeins Hólmavík
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. febrúar 2013

Sjö börn í Finnbogastaðaskóla.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Þegar skólaárið byrjaði í haust voru sex nemendur við Finnbogastaðaskóla,en í janúar síðastliðnum bættist einn nemandi við sem kom frá Akranesi. Öll börnin geta gengið í skólann nema þessi nýji nemandi sem er lengra frá og þarf að keyra hann í skólann,hinir nemendurnir sex eiga öll heima í Trékyllisvíkinni rétt hjá skólanum. Í Finnbogastaðaskóla eru fjórir starfsmenn,skólastjóri og kennari sem eru í fullu starfi og svo einn stundakennari og matráðskona. Enn
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. febrúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. janúar til 4. febrúar 2013.

Bíll valt norðan við Hólmavík í morgun.
Bíll valt norðan við Hólmavík í morgun.
Nokkuð var um annir hjá lögreglunni í byrjun vikunnar vegna ófærðar á Steingrímsfjarðarheiði og nágrenni. Björgunarsveitir komu þar til aðstoðar. Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp í liðinni viku. En þá valt bifreið út af Hnífsdalsvegi. Engin slys urðu á vegfarendum en töluvert tjón var á bifreiðinn. Þá var nú í morgun tilkynnt um aðra bílveltu,skammt norðan við Hólmavík. Engin slys urðu á fólki þar heldur en bifreiðin, sem mun hafa oltið tvær veltur,og er töluvert skemmd. Aðfaranótt sunnudagsins var karlmaður handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði. Hann hafði átt í útistöðum við gesti sem þar voru og beitt hafnarboltakylfu. Maður þessi var ölvaður og æstur. Hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og var færður í fangaklefa. Þá mun hann hafa haft í líflátshótunum við nærstadda og lögreglu. Hann gisti fangageymslu og er af honum var runnin víman var hann yfirheyrður. Honum var sleppt lausum seinni partinn í gær. Mál mannsins er litið alvarlegum augum bæði vegna hótananna og eins þar sem hann er grunaður um að hafa beitt áður greindu áhaldi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2013

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2013.

Hjallskerin við Ávíkina,séð að Felli og Veturmýrarnes.Allmikill sjór.25-01-2013.
Hjallskerin við Ávíkina,séð að Felli og Veturmýrarnes.Allmikill sjór.25-01-2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar var N og NA áttir með éljum eða snjókomu og slyddu. Eftir það voru suðlægar vindáttir oftast hægar nema þann 4. og fram á morgun þann 5.þá var SV rok með góðum hita og leysingum,og áframhaldandi voru suðlægar eða breytilegar vindáttir oftast með hita yfir frostmarki fram til 12. Síðan var NA í tvo daga með snjókomu eða éljum. En frá 15 voru suðlægar vindáttir aftur með oftast hægum vindum og smá vætu,enn síðan þurru veðri frá 18 og fram til 23,smá væta efir það. Þann 26. gekk í Norðaustan hvassviðri og storm með miklum stormkviðum,frekar úrkomulítið varð í þessu veðri hér á Ströndum yfirleitt. Það veður gekk alveg niður þann 30 og var ágætisveður síðasta dag mánaðar.

Nokkra spilliblota gerði í mánuðinum,það er skyndileg hláka og frystir síðan aftur við jörð,og eykur á hálkuna og svellin aftur,en svelllítið  var orðið um 10 til 12 mánaðar. Þann 13 og 15 gerði snjókomu og slyddu sem fraus,og síðan var dálítill lofthiti og allt hljóp í svell aftur. Vindur náði þann 4.um kvöldið 37 m/s eða yfir 12 gömlum vindstigum. Einnig náði vindur 37 m/s í NA óveðrinu þann 27. Tjón kom í ljós 3 janúar á bátaskýli á Gjögri sem hafði orðið í óveðrinu og hafrótinu í lok desember 2012.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. janúar 2013

Hvítt og Svart.

Séð uppí hlíðina ofan við Bassastaði.Mikill snjór.
Séð uppí hlíðina ofan við Bassastaði.Mikill snjór.
1 af 4
Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum við Steingrímsfjörð sendi vefnum myndir teknar á hlaðinu á Bassastöðum svona til að sýna tvær hliðar á Steingrímsfirðinum  þá hvítu og þá "dökku". Það er mikill munur á snjóalögum sunnan og norðanverðum Steingrímsfirði,allt í kafi í snjó norðanmegin fjarðarins. Tvær myndanna eru teknar upp í hlíðina ofan við Bassastaði svo er ein mynd tekin út fjörðinn þar sem grillir í snjólitla Tungusveitina og ein yfir í Borgirnar og Fellin á Ósi. Það eru mikil svell á
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. janúar 2013

Eldur í íbúðarhúsi á Hólmavík.

Eldsupptök eru rakin til matseldar.
Eldsupptök eru rakin til matseldar.
Kl.12:12 í dag barst tilkynning frá Neyðarlínunni um að eldur væri laus í tilteknu íbúðarhúsi á Hólmavík. Slökkvilið og lögregla fór þá þegar á vettvang. Eldur logaði í bárujárnsklæddu timburhúsi. Tveir íbúar tilheyra húsinu. Annar þeirra var heima þegar eldsins varð vart en hinn kom aðvífandi. Hvorugan íbúann sakaði. Slökkvistarfi lauk kl.14:12. Húsið er mjög mikið skemmt.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. janúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21. til 28. janúar 2013.

Björgunarsveitir frá Reykhólum og Hólmavík komu til aðstoðar vegfarendum sem lentu í vandræðum á Þröskuldum vegna ófærðar og óveðurs.
Björgunarsveitir frá Reykhólum og Hólmavík komu til aðstoðar vegfarendum sem lentu í vandræðum á Þröskuldum vegna ófærðar og óveðurs.
Í liðinni viku var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Eitt þeirra varð í Ísafjarðardjúpi þann 21.þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði hún utan vegar. Ökumaður kenndi til eymsla. Þá meiddist ökumaður á öxl við umferðaróhapp sem varð á Reykhólum þann 24. sl. Að kveldi sama dags missti ungur ökumaður stjórn á bifreið sinni á Skutulsfjarðarbraut,á Ísafirði. Bifreiðin hafnaði á ljósastaur. Engin slys urðu á ökumanninum eða farþegum. Ökumaður reyndist ekki hafa náð bílprófsaldri. Vinnuslys við sorpsöfnun í Funa í Skutulsfirði þann 24. janúar. En þá fauk hurð á starfsmann þar. Hann fótbrotnaði og hlaut minni háttar höfuðáverka. Að kveldi 24. janúar var ökumaður sem leið átti um götur Patreksfjarðar stöðvaður, grunaður um ölvunm við akstur. Sá grunur lögreglu reyndist á rökum reistur. Ökumaðurinn má búast við refsingu og ökuleyfissviptingu fyrir vikið.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. janúar 2013

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi hefur verið aflýst á Gjögur í dag. NNA hvassviðri er með slyddu og eða snjókomu. Ekki lítur heldur fyrir að hægt verði að fljúga á morgun,það lítur helst út fyrir að ekkert verði flogið fyrr en næstkomandi fimmtudag. Annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag. Norðaustanátt, víða 18-23 m/s og slydda eða snjókoma, en él í kvöld. Hiti kringum frostmark. Norðaustan 15-20 á morgun og slydda eða snjókoma síðdegis. Á miðvikudag: Norðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Él, einkum á N- og A-landi. Vægt frost
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. janúar 2013

Möggustaur brotnaði.

Möggustaur var alltaf skreyttur jólaljósum um jól og áramót.
Möggustaur var alltaf skreyttur jólaljósum um jól og áramót.
1 af 2
Mikið hvassviðri hefur verið í nótt með miklum kviðum og enn er stormur. Vindur hefur verið af Austnorðaustri og jafnavindur 23 til 25 m/s með kviðum upp í 37 m/s. Þegar það er þetta mikið austlægur vindur á veðurstöðinni í Litlu-Ávík myndast þessar miklu kviður af Reykjaneshyrnunni. Svonefndur Möggustaur brotnaði í látunum í morgun,það var nú alltaf talið að hann færi helst í Suðvestan stormi en nú fór hann í Austan stormi. Þessi staur sem er rétt tæplega 7.metra langur og er með hnyðju á endanum með lokuðu auga,hefur staðið frá árinu 1992 og hefur alltaf verið skreyttur jólaljósum um jól og áramót. Nú er hans hlutverki lokið
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. janúar 2013

Farþega og vöruflutningar á Gjögur árið 2012.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2012 frá Isavia. Fækkun er á farþegum á milli áranna 2012 og 2011 eða 19 færri, en 2011. Umtalsverð fækkun var á farþegum á milli áranna 2010 og 2009 eða 170 farþega. Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Vöru og póstflutningar jukust aðeins á milli áranna eða um 353 kg. Farþegafjöldi á Gjögurflugvöll árið 2012: voru 216 á móti 235 árið áður,eða 2.1 % færri, þarna er átt við bæði komu og brottfararfarþega. Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2012:18.885. kg,enn árið 2011:18.532. kg. jókst því um 1,9%. Lendingar á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 170 enn árið áður 172 lendingar. Eitt sjúkraflug var á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og var það þriðja árið í röð. En
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
Vefumsjón