Hjallskerin við Ávíkina,séð að Felli og Veturmýrarnes.Allmikill sjór.25-01-2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu tvo daga mánaðar var N og NA áttir með éljum eða snjókomu og slyddu. Eftir það voru suðlægar vindáttir oftast hægar nema þann 4. og fram á morgun þann 5.þá var SV rok með góðum hita og leysingum,og áframhaldandi voru suðlægar eða breytilegar vindáttir oftast með hita yfir frostmarki fram til 12. Síðan var NA í tvo daga með snjókomu eða éljum. En frá 15 voru suðlægar vindáttir aftur með oftast hægum vindum og smá vætu,enn síðan þurru veðri frá 18 og fram til 23,smá væta efir það. Þann 26. gekk í Norðaustan hvassviðri og storm með miklum stormkviðum,frekar úrkomulítið varð í þessu veðri hér á Ströndum yfirleitt. Það veður gekk alveg niður þann 30 og var ágætisveður síðasta dag mánaðar.
Nokkra spilliblota gerði í mánuðinum,það er skyndileg hláka og frystir síðan aftur við jörð,og eykur á hálkuna og svellin aftur,en svelllítið var orðið um 10 til 12 mánaðar. Þann 13 og 15 gerði snjókomu og slyddu sem fraus,og síðan var dálítill lofthiti og allt hljóp í svell aftur. Vindur náði þann 4.um kvöldið 37 m/s eða yfir 12 gömlum vindstigum. Einnig náði vindur 37 m/s í NA óveðrinu þann 27. Tjón kom í ljós 3 janúar á bátaskýli á Gjögri sem hafði orðið í óveðrinu og hafrótinu í lok desember 2012.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira