Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. mars 2013
Prenta
Rafmagn komið á í Árneshreppi.
Rafmagn fór alveg af Árneshreppi í gærkvöldi,en rafmagn var á í Bæ og Finnbogastaðaskóla í morgun,en sumstaðar var rafmagn farið af strax um nónleitið í gær eftir miklar rafmagnstruflanir. Rafmagn komst á norðurlínuna til Norðurfjarðar um níu leitið í morgun og á Gjögurlínuna rétt fyrir og um hálfellefu. Nú er aðeins efir að hleypa á Krossneslínuna. Ísing og sjávarselta var á línum,en þegar hlýnaði lagaðist það.Þannig að rafmagn er því komið aftur í Árneshreppi.