Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. mars 2013
Prenta
Rafmagn fór af í um klukkutíma.
Rafmagn er farið að fara af áður en hið eiginlega óveður gengur upp. Rafmagn fór af Árneshreppi rétt um níu leitið í morgun og kom á aftur um tíu leitið,þannig að rafmagnslaust var í um klukkutíma. Samkvæmt starfsmönnum hjá Orkubúinu á Hólmavík fór Hólmavíkurlína 2 út,en hún kemur niður af Tröllatunguheiði,nú eru starfsmenn Orkubúsins að gera við línuna. Keyrt er núna með varafli það er með disel vél og frá Þverárvirkjun. Norðan 12 til 14 m/s hefur verið í morgun með éljum í Árneshreppi með 4 stiga frosti.