Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. apríl 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. mars til 2. apríl 2013.

Engin umferðarslys eða óhöpp urðu á vegum þrátt fyrir þá miklu umferð sem var síðustu daga.
Engin umferðarslys eða óhöpp urðu á vegum þrátt fyrir þá miklu umferð sem var síðustu daga.
Í liðinni viku og um sl. helgi sótti nokkur þúsund gesta norðanverða Vestfirði m.a. vegna Páskavikunnar og rokktónleikanna "Aldrei fór ég suður". Þá nutu þessir gesta skíðasvæðanna í Tungudal og Seljalandsdal. Gott veður setti svip sinn á þessa hátíðisdaga og virtust flestir skemmta sér vel og án alvarlegra áfalla.  

Lögreglan á Vestfjörðum lagði áherslu á að íbúar og gestir nytu öryggis í víðustum skilningi. Þannig var löggæsla efld bæði með heimamönnum og eins komu tveir reyndir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Þá varð ríkislögreglustjóri við beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um að senda hingað fíkniefnahundateymi,þ.e.a.s. lögreglumann með sér þjálfaðan fíkniefnaleitarhund. Áhersla var lögð á sýnilegt umferðareftirlit,að ökuhraði væri hófstiltur og ökumenn allsgáðir. Þá var lögð sérstök áhersla á að hafa afskipti af þeim sem líklegir væru til að höndla með fíkniefni.

Þrátt fyrir að lögreglumenn væru mjög áberandi voru alls 22 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Flestir þeirra voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpi og sá sem hraðast ók mældist á 135 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.  Þessir ökumenn voru allir stöðvaðir á Ísafirði og í nágrenni.

Þá hafði lögreglan afskipti af 15 einstaklingum sem reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Í öllum tilvikum var um að ræða neysluskammta sem lögreglan lagði hald á. Þá voru framkvæmdar þrjár húsleitir í tengslum við þessi fíkniefnamál og fundust fíkniefni í þeim öllum. Þau fíkniefni sem lögreglan lagði hald á voru flest kannabisefni en þar var einnig að finna örvandi fíkniefni.

Engin umferðarslys eða óhöpp urðu á vegum þrátt fyrir þá miklu umferð sem var síðustu daga. Reyndar slasaðist ökumaður vélsleða á hálendinu fyrir ofan Ísafjörð og var fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans voru alvarleg en þó ekki lífshættuleg.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
Vefumsjón