Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. febrúar 2013
Prenta
Hlítt í veðri.
Nú hefur verið nokkuð hlítt í veðri frá því um 18. þessa mánaðar,og sérlega hlítt í dag hitinn komin í 9 stig á hádegi. Jörð hefur verið flekkótt undanfarið á láglendi,svell á túnum hafa minkað mikið undanfarna daga og á vegum. Fært hefur verið norður í Árneshrepp frá átjánda en bæði eru svell á vegum norður og aurbleyta víða sérstaklega inn með Reykjarfirðinum,enda er frost að fara úr jörð. Eftir veðurspám er kólnandi veður í lok þessa mánaðar.
Myndirnar sem fylgja hér með eru teknar nú í hádeginu og sést á þeim að meiri snjór er norðar í hreppnum en austar.