Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. febrúar 2013.
Þá var lögð áhersla á að fylgjast með hegðun ökumanna á gatnamótum þar sem stöðvunarskylda er. Við það eftirlit hafði lögreglan afskipti af 13 ökumönnum sem ekki virtu stöðvunarskyldu og mega þeir eiga von á sektum fyrir vikið.
Höfð voru afskipti af tveimur ökumönnum sem töluðu í farsíma án handfrjáls búnaðar. Þeir mega búast við sekt sem nemur krónum 5.000.-
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti í liðinni viku.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur slitlag vegarins í Ísafjarðardjúpi orðið fyrir skemmdum og veldur þetta ákveðinni hættu. Ökumenn eru hvattir til að fara gætilega við þessar aðstæður.
Þá eru ökumenn hvattir til að haga akstri sínum í samræmi við lög og reglugerðir,allt í þágu umferðaröryggis. Eins sparar það viðkomandi fjárútlát,enda sektir við umferðarlagabrotum háar.
Þorrablót voru haldin á nokkrum stöðum í umdæminu um helgina og fór það skemmtanahald vel fram.