Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. janúar 2013
Prenta
Opnað norður.
Vegagerðin á Hólmavík er nú að opna norður í Árneshrepp. Byrjað var í gær að opna beggja megin frá. Að sögn „Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík er um allmikinn mokstur að ræða,hjólaskóflan sem mokar norðanmegin frá komst aðeins inn í Sætrakleif í gær". Ekki er vitað hvenær verður fært í dag norður,og varað er við hálku á leiðinni enda er rigning og talsverð svell á veginum norður.