Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. janúar 2013 Prenta

Það var 4- daga moktsur í Árneshrepp.

Mikinn snjó var til að moka. Mynd Vegagerðin.is
Mikinn snjó var til að moka. Mynd Vegagerðin.is

Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar voru tvo daga að opna veginn í Árneshrepp 68 km leið og aðra tvo að moka ruðninga. Snjóskófla, veghefill og minni tæki tóku þátt í þessu verkefni. Það hófst á mánudagsmorgni en klukkan 19 á þriðjudegi var búið að opna leiðina. Miðvikudag og fram á fimmtudag var síðan verið að moka og minnka ruðninga. Veghefill og vegagerðarbíll með tönn fóru sunnan að en hjólaskófla að norðan. Mikill snjór var á leiðinni sérstaklega á leiðinni úr botni Veiðileysufjarðar um Veiðileysuháls og út með Reykjarfirði langleiðina að Kjörvogi. Veghefill fór frá Hólmavík um kl. 11 á mánudagsmorgun 7. janúar og komst í botn Veiðileysufjarðar um kvöldið. Á mánudagsmorguninn fór einnig hjólaskófla á móti inn Kjörvogshlíð og komst að Sætrakleif um kvöldið. Á þriðjudagsmorgun hófst vinna kl. 6 um morguninn og var unnið til kl. 23 um kvöldið. Hjólaskóflan sem kom á móti bilaði um hádegisbilið,var þá komin inn fyrir Naustvík. En þar brotnaði plógurinn af gálganum og var því sú vél úr leik. Þrátt fyrir þetta tókst að opna leiðina um kl 19:00 um kvöldið,þeir voru ótrúlega seigir strákarnir sem í þessu stóðu. Farið var í gegnum 18 misstór snjóflóð. Ekki var allri vinnu lokið þó búið væri að stinga í gegn, gríðarlegir ruðningar voru eftir og sumstaðar þannig að vart sást út úr heflinum yfir þá, ljóst var að ekki var hægt að hverfa frá með þvílíka ruðninga var því hafist handa með að lækka þá eitthvað. Á miðvikudagsmorgun hófst vinna kl. 08 og var unið til kl. 23 þá komnir að Hallardalsá í Bjarnarfirði á bakaleið. Þessari miklu snjómokstursför lauk svo um hádagi fimmtudaginn 10. janúar. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar í dag hægt er að skoða fjölda mynda á vef Vegagerðarinnar frá snjómokstrinum hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Sement sett í.06-09-08.
Vefumsjón