Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. janúar 2013
Prenta
Talsvert tjón á Gjögri.
Talsvert tjón hefur orðið á Gjögri í óveðrinu í lok desember. Þetta sást þegar var farið að athuga með hús á Gjögri eftir óveðrið. Sjór hefur brotið upp hurð á bátaskýli við Karlshöfn,en bátaskýlið tilheyrir svonefndu Reginu eða Kalla húsi sem börn Regínu og Karls Thorarensen nota nú sem sumarhús. Hilmar F. Thorarensen geymdi þar bátinn Hönnu ST 49 sem hann rær á um sumartímann,einnig voru tveir aðrir bátar þarna inni,árabátur og platsbátur. Það hefur greinilega gert mikla fyllingu sem hefur brotið upp hurðina á bátaskýlinu og báturinn Hanna hefur færst til og innar í húsið og liggur nú upp við annan vegginn og virðist alveg óskemmdur. „Hilmar F segir í viðtali við vefinn,að hann sé ánægður að báturinn hans Hanna ST 49 hafi sloppið því hann lét gera bátinn upp 2010 og 2011 og lét skipta um vél og öll siglingatæki og reri fyrst á honum í sumar eftir breytingar". Báturinn er trébátur og rúmlega tveggja tonna trilla. Einnig hefur einn stór steinn úr hleðslunni á sjóvarnargarðinum reist upp í briminu,annars virðist sjóvarnargarðurinn hafa sloppið.
Fólk frá Björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi fór í gær að loka hurðum á bátaskýlinu eins og hægt var til bráðabrigða.